- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
152

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 152 —

Ég sé brauðin eru að losna, en ég þori samt ekki að;
låta sækja um neitt að sinni, því ég er dauðhræddur
um, að ég verði ekki búinn í’ vor að því, sem ég
þarf að gera hér. Ég skrifa þér ekkert um pólitík,.
því ég ætlast til, þú lesir blöðin, en ég skal í þess
stað segja þeir eina fyndni. Þeir hafa verið að
jag-ast út úr „Dramaet", Heiberg og dr. Hebbel
nokk-ur, þýzkur maður; Heiberg var kominn svo, að
hann átti bágt með að svara, og segir heldur en
ekki neitt, ,,að dr. Hebbel sé öngvan veginn
„Dra-maets Messias", — en Hebbel segir aftur: „Ef ég
vildi nú vera verri, og segja Heiberg væri þessi
Messias, ætli hann ætti þá ekki eitthvað bágt með
endurlausnina ?"

Þetta held ég verði nú að vera nóg vetrarlangt.
Ég skyldi raunar hafa skrifað þér ögn meira, en í
þessu augnabliki fékk ég boð frá Hauch, og má
lík-lega vera hjá honum allt kvöldið. Það er nógu
gam-an, þegar maður vill rétta sig upp, að geta fyrirhitt
aðra eins menn og Hauch og Ingemann, og vera ætíð’
boðinn og veltekinn.

Ég bið að heilsa á króna; — svona á það að vera;
þú manst, við höfum talað um, hvaða endurbætur
þyrfti að gera við klúbbinn.

Þegar Briem fór heim í sumar var mér illt í
fingri, svo ég gåt ekkert orð skrifað; en ég sendi þá.
með honum Robert og franska lexikonið til
biblioteks-ins, en Faber varð eftir (Isl. Fische). Þið skuluð fá.
hann að vori; það munu ekki margir spyrja um hann,
hvort sem er.

Þegar þú skrifar að Reykholti, þá berðu kæra
kveðju mína föður þínum sér í lagi, og heilsaðu
sömu-leiðis vinsamlega heim til þín sjálfs.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0160.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free