- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
173

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 173 —

meira til að kynna mér skólana i Höfn, sem ég á nú
tækifæri til að umgangast beztu kennarana við.
Tefðu ekki við að fara að grafa undir fyrir mig, ef
það er meira en hégilja, að þú vildir eiga mig i verki
með þér. Hér riður á að reisa embættið, þá er ég
sem sten(dur) maðurinn. Gáðu að því, að ég,
með-al annars, þekki allt Island og flesta menn á
ís-landi og er vinsæll, og eini maðurinn sem stendur,
sem gæti komið í lag náttúrusafni heima, ef ég
fengi tóm og húsrúm. Hér ríður mest á, að låta
ekki loka fyr en ég kemst að. Ógæfan er, að verkið
okkar Steinstrúps, sem ég fyrir mitt leyti er næstum
búinn að fullgera, er enn of langt undan landi, til
þess, ég geti stutt mig við það. Hann situr nú í öðru,
og verður ekki rifinn úr því þennan né næsta
mán-uð. Hvað líður þér og grammatica og
orðabókun-um, og Antibarbarus, og ætlar þú að duga mér
inokkuð og svara mér?

Ad urnam

J. H.

TIL JÓNS SIGURÐSSONAR.

Saurum, 15. Marz 1844.

Elskulegi Jón góður!

Nú er, þykir mér, farið að verða æði-langt siðan
við höfum sézt. Hvernig líður þér og veröldinni ? Ég
verð ekki var við það neitt í þessari einsetu. Hafðu
blessaður sent mér bækurnar; ég sendi þér nú aftur
ræfilinn af þeim, og ætla aldrei að lesa meira í þeim
á ævi minni; það eru nógar aðrar bækur að
kvelj-ast við. Hamingjan veit, hvers vegna það stendur i

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0181.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free