- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
174

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 174 —

spánni, að hávaðinn af öllu, sem við verðum að
kynna okkur, er svo dauft og leiðinlegt.

Ég get ekki sagt þér um Lottin, nema þetta
sama; báðir partarnir af honum eru hér úti, og
vanti háskóla-bókasafnið nokkuð, þá hlýtur það að
vera sá parturinn, sem var hér, þegar ég kom, og
þá hefi ég aldrei fengið hann hjá félaginu. Viltu
nú ekki gera svo vel að huga að, og låta mig vita,
hvad mikið félagið er búið að fá af frakkneska
verk-inu, bæði texta og myndabréf, og hvað það vantar,
eða ekki er í vörzlum þess af því, sem það á.

Ég hafði beðið etatsráð Finn að útvega mér
Zetterstedts Insecta lapponica; í þess stað sendir
hann mér aðra alkennda bók, Z. Fauna insectorum
lapp., p. I., sem ég hefi hér úti áður, og legg hana
því með hinum bókunum og bið þig að koma henni
heim til sín. Hin bókin mun vart vera til á
bóka-söfnunum í Höfn; en geti ég ekki fengið hana með
öðru móti, verður félagið að kaupa hana handa
mér og låta Skandinavisk Boghandel umgangast
það. Það verður hægt að selja hana aftur með
litlum afslætti, þegar búið er að halda á henni..
Viltu gera svo vel að sjá um, að þetta dragist ekki..

Hvað á ég að hugsa um, að ekkert kemur frá
Olsen? Mér leiðist að geta ekki redigerað fyrsta
kapitulann af landlýsingunni. Þó hann aldrei hafi
komið við að låta kvaðrera arealið, þá gæti hann
samt látið mig fá afstöðuna (de geografiske
Posi-tioner, eða hnattstöðuna, sem þið kallið það); og
hvað verður af suðausturfjórðunginum, getur þú
með öngvu móti útvegað mér „Aftryk" af því sem
komið er?

Ég er af og til að hugsa um prentverkið; hvað
ætli verði gert við það mál, og sýnist þér ekki bæði

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0182.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free