- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
205

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 205 —

Inngangurinn.

Þegar sá konungur, sem, guð hafði gefið speki, var
búinn að skoða þennan heim, og öll mannanna
hold-legu störf, allt þeirra bjástur og umsvif í heiminum,
segir hann: Það er allt saman hégómi. — Annað er
það ekki heldur, því allt stundlegt breytist og
hverf-ur; maðurinn sjálfur kemur á jörðu, dvelur þar
ó-vissan tíma, ætíð samt skamma stund, og flyzt síðan
á burt á hið ókomna land, því hann er ætlaður til
æðra. Óráð er því að binda hjartað við það, sem
vér eftir voru eðli hljótum að yfirgefa, ef það verður
ei fyr búið að yfirgefa oss, eða þá við hitt, sem vér
aldrei náum, — einhvern hverfulan skugga, — það er
verra en að byggja á sandi. — Þar fyrir býður guðs
orð að elska ekki heiminn, svo vér ei stöndum einir
uppi, og söknum of seint vinar í stað, þegar hann fyr
eða seinna snýr við oss bakinu. Ekki er það samt
meiningin, að mannsins skylda sé, að synja sér um
nautn allra heimsins gæða og unaðsemda, þvi
hóf-leg gleði er á stundum nauðsynleg, til að endurnæra
þess manns hjarta, sem þreyttur kemur frá störfum
sinnar köllunar, og gefa honum nýja krafta til
fram-kvæmda. — En af því meðalhófið er vandratað og
mörgum verður hált á viðskiftum við heiminn, býður
guðs orð að binda ekki hjartað við hann. Ekki mun
heldur hætt við, — eftir sem þekkingu vorri er nú
komið, — að þeir séu margir, sem ekki kannist við
það leyfi, er maðurinn hefir til að brúka heimsins
gæði, og boðorðið upp á þann máta misskiljist; hitt
mun heldur, að heimsins gæði verða ofbrúkuð, því
beinna liggur sá afvegur fyrir oss. En þá fer ei hjá
því, að hjartað ofþyngist smátt og smátt,
maður-inn gleymir guðs vilja og sinni ákvörðun, en fer að
elska heiminn. — Fyrst nú guðs orð bannar það, en

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0213.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free