- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
246

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 246 —

11.

Hraðsund.

Það kemur oft að góðu liði, að vera hraðsyndur,
einkum þegar bjarga þarf mönnum í lífshættu, því
þá er áríðandi, að hjálpin komi fljótt.

Fljótast verður bringusundið, með sömu aðferð,
og vant er að hafa, að öðru leyti en því, að hafa
sund-tökin hraðari, og taka á af öllu afli; líka ríður á, að
beita annari öxlinni, svo vatnið geri sem minnsta
fyrirstöðu.

Þegar piltar eru á hraðsundi, lætur
kennslu-maður þá fara marga í röð, og reyna sig, hver
fljót-astur verði; en standi svo á sundstæðinu, að fáir
komist að í einu, lætur hann þá synda til skiptis, og
telur tímann, svo hann geti sagt, hver unnið hafi.

Vegalengdin á ekki að vera meiri en íö eða 12
faðmar; því hraðsund reynir töluvert á brjóstið, en
enginn ætti að oftaka sig, nema mikið liggi á.

12.

Að synda í fötunum.

Þessu má ekki sleppa í sundskólanum, bæði af
því, að þegar menn lenda óviljandi í á eða sjó, eru
þeir ævinlega klæddir, og líka vegna hins, að eigi
menn að bjarga einhverjum, sem borizt hefir á, þá
er enginn tími til að komast úr fötunum.

Örðugleikinn á að synda í fötunum sprettur
ekki af því, hvað þau eru þung, því það munar öngvu,
að kalla má, heldur af hinu, að þegar fötin verða vot,
vefjast þau svo fast um líkamann, að mönnum
stirðna sundtökin.

Eftir fáeinar tilraunir venjast menn samt við

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0254.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free