- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
270

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 270 —

er skýrir svo ljóslega frá öllum hinum merkustu
sannindum, stjörnufræðinnar, að sérhver greindur
almúgamaður á hægt með að komast í fullan skilning
á orðum hans. Bók þessi hefir orðið fyrir
almenn-ings-lofi, eins og vert er, og flaug svo út, að ekki var
liðin vika frá því hún kom á prent hið fyrsta sinn
og þangað til farið var að prenta hana aftur. Mér
hefir boðizt til prentunar bók þessi íslenzkuð, og að
um skyldi verða séð, að allt, sem að henni er unnið,
verði svo vel og vandlega af hendi leyst, sem bezt
eru föng á. Hún verður hér um bil 10 arkir að stærð,
og fylgja henni fjögur myndablöð, prentuð með
gröfnum eirspjöldum. Eru slíkar myndir til ekki
all-lítils skilningsauka, og ómissandi þeim, er öðlast vilja
greinilega hugmynd um margt það, er frá er skýrt
í stjörnufræðinni,

og getur bókin þannig umvönduð, ekki kostað minna en 1
rbdl. sm. hvert exemplar. Þeir, sem vilja eignast þessa
fræði-bók, óska ég að hér á vildu teikna sín nöfn, stand og heimili,
og senda mér svo boðsbréfin aftur, svo snemma, að hún yrði
prentuð hér að næstkomandi sumri, ef meira skyldi af verða,
en ráðagjörðin tóm, sem allt er komið undir áskrifendafjölda
fyrir henni.

Yiðeyjar-klaustri, þann 24. Júní 1840.

Ó. M. Stephensen.

II.

SAMNINGUR.

Við undirskrifaðir höfum gjört svo-hljóðandi
samning okkar í millum:

Ég, Jónas Hallgrimsson, náttúrufræðingur og
candidatus philosophiæ, tekst á hendur að íslenzka
bók þá, er heitir „Populært Foredrag over
Astrono-mien, af Dr. G. F. Ursin, Prof."; laga ég textann

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0278.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free