- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
271

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 271 —

jafnframt i hendi minni, eins og mér finnst, að bezt
hæfi almenningi á landi hér, og þó ekki meir en svo,
að höfundinum sé alls staðar fylgt að aðalefninu til.
Skal svo vera frá gengið, að okkur sé minnkunarlaust
hvorumtveggja. Handritið á að vera búið til
prentun-ar innan næst-komandi Maímánaðar-loka, og nokkuru
af þvi að verða skilað jafnskjótt og póstskip er farið,
svo prentun þess geti þá orðið byrjuð. — Svo lofa
ég og að vera útgefendunum hjálplegur með að
út-vega þeim töflur þær, sem bókinni eiga að fylgja, og
sem ég hefi þegar fengið loforð fyrir. Það er samt
sjálfsagt, að útgefendurnir borga þær.

Við Helgi prentari Helgason,––lofum

að borga hr. J. Hallgrímssyni starfa sinn með 100
ríkisbankadölum, r. s., svo töldum og goldnum, að
hann nú þegar i stað fær 30 dali, en fyrir hinum 70
tekur hann, þá [er] bókin er útkomin, 77 exemplör
handa áskrifendum, er honum er búið að útvega, mest
við skólann. Svo fær hann og hin vanalegu
„höfund-ar-exemplör", 10 að tölu; er alls 87.

Verði bók þessi oftar lögð upp á næst-komandi
25 árum, fær hann 5 exemplör af hundraði hverju,
sem prentað er. Upp frá þeim tima er
forlagsrétt-urinn ótakmörkuð eign útgefendanna.

Upplagið er að þessu sinni ákveðið að vera skuli
1000 exemplör.

Reykjavik og Viðey, i Janúarm. 1842.

Jónas Hallgrimsson.

III.

TILEINKUN.

Þessa tilraun dirfist ég að tileinka kennara
min-um, herra Birni Gunnlögssyni, stjörnuspekingi, i
virð-ingar- og þakklætis-skyni. J. Hallgrimsson.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0279.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free