- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
274

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 274 —

undir Eyjafjöllum, og mun um alla þá stund litifr
hafa orðið af bóknámi Tómasar, fremur en
hvers-annars bóndasonar. En hins vegar sá hann iafnan
búnaðarháttu einhvers hins bezta búmanns á
land-inu, þar sem faðir hans var, og má af því skilja,.
hversu það mátti verða, að hann síðar meir á
ótrú-lega stuttum tíma gåt kynnt sér eins ágætlega
bún-aðarháttu og búskaparástand lands vors, eins og
rit-gjörðir hans eru sumar ljósastur vottur um. En er
hann var 15 vetra, kom faðir hans honum til kennslu
í Odda, til Steingrímvs prófasts Jónssonar, sem nú er
biskup. Þar var hann 3 vetur undir handleiðslu hins.
ágætasta manns, og í svo miklu ástfóstri, að séra
Tómas minntist þess jafnan með þakklátsemi, enda
hefir honum og auðnazt, að halda óskertri virðingu
hans allt til þessa dags. En er herra Steingrímur
varð að fara erlendis vetrarlangt, að taka
biskups-vígslu í Danmörku, kom hann Tómasi í
Bessastaða-skóla; var hann þá svo langt kominn í skólalærdómi,
að hann settist í efra bekk, og var útskrifaður að
])riggja ára fresti. Þegar í skóla mátti sjá vott þeirra
skapsmuna og hugarfars, er síðan leiddu hann til svo
mikilla framkvæmda, að fá eður engi eru dæmi til
á landi voru um svo stuttan aldur. Hann var þá
á-kafamaður í geði, kappsamur og framkvæmdarsamur,
og stórvirkur og fljótvirkur, og yfirtaks ráðagóður,
hvað sem í skarst. Ekkert var honum leiðara en leti
og lygi og alls konar ranglæti, og vildi hann af öllu
afli brjóta það á bak aptur. Fór þá stundum, eins og
oft fer um slíka menn, að hann þótti vera nokkuð
svo harðsnúinn og ráðríkur, en allra manna var hann
einlægastur og ástúðlegastur vinuní sínum. Svona
var hann skapi farinn, þegar hann fór úr skóla, og
breyttist það ekki síðan að öðru leyti en því, sem

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0282.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free