- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
302

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 302 —

að ráða þarf bætur á því, eigi íslenzkur fiskur að
geta komizt í það álit, sem þörf er á og vera ber. Að
vísu er enn margt annað, sem ýmislegt mætti að
finna, viðvíkjandi söltun, stakkstæðum, stakkagjörð
o. s. frv.; en þó sitt hvað sé ábótavant 1 þessum
efn-um, er ekkert af því samt eins áríðandi og hitt, sem
talið er; og í þetta sinn kemst ég ekki til að vera
lang-orður. Samt get ég ekki leitt hjá mér að nefna, að ég
hefi stundum séð fisk, einkum harðan, sem svarta
himnan hefir ekki verið tekin af ])unnildunum á, og
l>ó lýtir hún útlitið svo mjög, að slíkur fiskur fær
varla nokkurn kaupanda, og kemst aldrei í fullt verð.
Annað eins og þetta er tómt hirðuleysi, og enn
ófyr-irgefanlegra er }>að, þegar menn vita, hversu það
spillir verði á kaupvörunni.

í því, sem hér að framan er sagt, hefi ég einkum
haft í huga verkun á þorski; en ]>að á einnig í
flest-um greinum við allar aðrar fisktegundir, sem
Islend-ingar verka sér til matar, því }>að er harðla áríðandi,
-að meiri þrifnaður og hirðusemi sé í þessu efni við
höfð, en tíðkanlegt er. Hákarl og skötu mun ekki
vera lakar að grafa í jörðu (kasa þau) tvo eða þrjá
daga, til að taka úr ]>eim mestu seigluna og
lýsis-bragðið; en að låta fiskinn liggja þar, ])angað til
hann úldnar, eða seilast til að kasta honum þar, sem
mest getur safnast á hann af alls konar óþverra, ]>að
er, held ég, nauðsynjalaust; og viðbjóðslegur matur
verður ]iað með ]>essu móti, og hættulegur fyrir líf og
heilsu.

Víst er um ]>að, að kaupmennirnir á íslandi gætu
miklu áorkað, til að koma af ósiðum þeim, sem ég
hefi nefnt, og nokkra þekki ég meðal þeirra, sem bæði
bera gott skyn á slíkt og kosta kapps um ]>að; en samt
sem áður er sjálf endurbótin komin undir sjávar-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0310.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free