- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
315

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 315 —

Björgu og Sölva, fyrir meinbugabrot, en jafnframt
mót stúlkunni fyrir 4. lausaleiksbrot. Þessi málssókn
framfór þá í héraði, og dómur er uppsagður að Enni
þann 12. Febrúar þ. á., hverjum þau, Björg og Sölvi,
sökum vanþekkingar og féleysis, ekki vildu ráðast
í að appellera; en hlutaðeigandi amtmaður hefir
síð-an, réttvísinnar vegna, áfríað dóminn fyrir þessum
háa rétti, hvar mér nú eftir stiftamtsins skipun frá
4. þessa mánaðar er boðið að halda svörum uppi
fyrir þau ákærðu.

Eg vil nú fyrst um sinn álíta barneign þeirrar
ákærðu, Bjargar, út af fyrir sig eins og einfalt
lausaleiksbrot í 4. sinni, og hefir þá stóri-dómur, saminn
þann 30. Júní 1564 og staðfestur árinu eftir með
konungsbréfi af 13. Apríl 1565, lagt við því broti
24 aura; eru það 3 merkur silfurs taldar, eður 6 rbd.
72 sk. courant, sem nú jafngildir 6 rbd. 72 sk.
silfur-verðs, og skyldi hinn seki ásamt hafa fyrirgert
fjórð-ungsvist. — Þessu straffi umbreytti samt tilskipan
frá 3. Júni 1746, § 10, svo, að áðurgreindar bætur
féllu burt, en lét brot þetta varða fjórðungsvist
einni. Kancellíbréf, útgefið þann 4. Nóvember 1780,
bauð siðan, að i stað fjórðungsútlegðar skyldi koma
2—10 rd. fébætur, sem seinna eru lagðar til
jústits-kassans. Medium fjársektarinnar fyrir 4.
lausaleiksbrot var þannig orðið 6 rbd. Öll einföld
lausaleiksbrot numdu því frá 1. til 4. sinni fébótum, sem eftir
stóra-dómi og ofannefndu kancellíbréfi ákvörðuðust
þannig:

1. sinni courant 81 sk.

2. sinni — 1—66

3. sinni — 3—36 og

4. sinni (2—10 rbd. medium) — 6

Við 5. lausaleiksbroti lágu þar á móti ekki
fébætur, heldur tugthússtraff. — Loksins hefir kongsbréf

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0323.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free