- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / II. Sendibréf, Ritgerðir o. fl. /
326

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 326 —

VERJANDANS TILSVARS-INNLEGG

til hins konunglega íslenzka Landsyfirréttar í málinu:
Sýslumaður Ó. Finsen, skipaður actor,

gegn

krigskancellisekretera Bonnesen og hans
fullmektug-um, examinatus juris Svenzon fyrir meinta ólögmæta
meðhöndlun á kýrmeiðslamáli fyrir pólitírétti að Velli
innan Rangárþings þann 3. Nóvember f. á.

Sækjandi máls þessa hefir með replik af dags dato
svarað báðum þeim varnarskjölum, sem eg og sá
ákærði, herra Svenzon, framlögðum fyrir þann háa
Landsyfirrétt þann 30. f. m., og þar í leitazt við að
hrinda ástæðum þeim, sem við höfðum framfært
hlutaðeigendum til málbóta. — Þessu skjali þarf eg
að svara dálitlu, og vil eg þá mæta mótmælum hans
í sömu röð og hann hefir þau framsett.

1.

Með tilliti til mins varnarskjals hefir hann þá
fyrst sagt, að forordningin af 20. Október 1819 eigi
hér ekki við, þvi

1) tali hún ekki um aðrar en „personlige
Fornærmelser", nefnilega svo-kallaðar „verbale og reelle
Injurier".

2) í Schous Udtog af Forordninger kallist hún
„Fr. om Procesform i Injuriesager", og

3) að Kollegial-Tidenden fyrir 1819, bls. 747 ff.,
gefi þau vissustu og ljósustu vitni um það, hvað
lög-gjafarinn hefir í þessari tilskipan meint með
orða-tiltækinu „Fornærmelser i Ord og Gerning".

Hér-til verð eg að svara:

1) að greind tilskipan hvergi nefnir „personlige
Fornærmelser" eður „verbale og reelle Injurier", en

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:12 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/2/0334.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free