- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / III. Dagbækur,Yfirlitsgreinar o. fl. /
4

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

unnar, er eiga sér nokkura einkamynd, og hefir
hún ýms nöfn, eftir þeim hlutum, sem frá er skýrt:

1. Dýrafræði, um dýrin.

2. Urtafræði, um urtirnar.

3. Steinafræði, um alla þá hluti á vorri jörðu, sem
daína hvorki né deyja; eru það málmar og
steinar, alls konar sölt og jarðtegundir.

4. Jarðarfræði, um jarðarhnöttinn.

5. Stjörnufræði, um himintunglin.

Þessa hina síðustu vísindagrein er samt ekki
vant að telja til náttúrufræðinnar, enda þótt hún
sé henni náskyld.

Náttúrufræðin er allra visinda inndælust, og
nytsemi hennar harðla mikil og margfaldleg.

Hið líkamlega líf mannsins hér á jörðu er, að
kalla má, allt saman komið undir náttúrunni og
réttri þekkingu á þeim hlutum, er hún framleiðir.
Alls konar afli og a[ð]drættir á sjó og landi og
allar vorar handiðnir og kaupver[z] lun manna á
meðal þurfa slíkrar þekkingar við, eigi það ekki
allt saman að mistakast. Náttúruvísindin forða oss
fyrir margföldu tjóni, veita oss ærinn ávinning og
auka þannig farsæld manna og velmegun.

Þar á ofan eru þau öflug stoð trúar og
sið-gæðis. Hyggileg skoðun náttúrunnar veitir oss hina
fegurstu gleði og anda vorum sæluríka nautn, því
þar er oss veitt að skoða drottins handaverk, er
öll saman bera vitni um gæzku hans og almætti.
Vér sjáum þar hvert dásemdarverkið öðru meira,
lífið sýnir sig hvarvetna í ótölulega margbreyttum
myndum og allri þessari margbreytni hlutanna er
þó harðla vísdómslega niðurraðað, eftir föstum og
órjúfandi lögum, er allur heimur verður að hlýða.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:31 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/3/0012.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free