- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / III. Dagbækur,Yfirlitsgreinar o. fl. /
13

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 13 —

undrast alla þá speki, sem nú liggur eins og opin
bók fyrir augum vorum, þar sem áður var myrkur
og villa.

Það má geta nærri, að spurningin gamla um
eðli og uppruna jarðarinnar, hafi ekki legið kyr,
meðan náttúrufræðin dag frá degi jókst svo
marg-faldlega. En nú dugðu ekki tómar getgátur, því
menn kröfðust andsvara, sem væru byggð á
reynsl-unni. Hver, sem ætlaði sér að svara, eða segja kafla
úr ævisögu og uppvexti jarðarinnar, varð að færa
sönnur á sitt mál, og sýna ljósar menjar
viðburð-anna, ætti honum að verða trúað. Til að geta
full-nægt þvílíkum kröfum, sem þó reyndar eru ekki
annað en það sem skynsemin heimtar af hverjum
manni, fóru menn með athygli að grandskoða
yfir-borð jarðarinnar, og leita eftir öllum þeim
menj-um, sem gætu bent til hennar forna ásigkomulags.
1 giljum og fjallasprungum gættu menn að
jarðlög-unum, og báru svo saman útlit þeirra í ýmsum
lönd-um. Sjávarbakkarnir voru lika rannsakaðir, og
margar gryfjur grafnar einungis í þeim tilgangi;
og væri búinn til brunnur, eða málmgrafir opnaðar
í fjöllunum, létu jarðfræðingarnir sig aldrei vanta,
til að vera við og gefa gætur að því sem upp kæmi.
Enda fengu þeir ómakið full-launað, því margir
hlutir og stórkostlegir báru þeim fyrir augu.
Yfir-borð jarðarinnar bar það ljóslega með sér, að á
því hefðu orðið margar og skelfilegar umbyltingar.
Þær hafa komið yfir jörðina í vissri röð, og hver á
eftir annari, en sumar þó með afar-löngu millibili,
og leiða þær menn úr skugga um, að jörðin hlýtur
að vera furðulega gömul. Meðal annars hafa menn
hitt á margs konar steingjörvinga í jörðunni; en það
eru likamir dýra og jurta, orðnir að hörðum steini,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:31 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/3/0021.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free