- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / III. Dagbækur,Yfirlitsgreinar o. fl. /
19

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 19 —

hlaut að verða með sama móti og áður er frá skýrt
um jörðina, og hennar lögun ennþá ber vitni um.
Þessi garður hefði samt setið þar sem hann var
kominn, ef þokuhnötturinn hefði ekki án afláts
leitazt við að dragast saman; en þetta hlaut að
verða eftir lögum efnafræðinnar, sem reynslan
ljós-lega sannar. Þetta olli því, að hringurinn losnaði
og fór að sveima utan um hnöttinn. Nú ef haggast
hefir jafnvægi hringsins, hlaut hann víst að bresta
í sundur, og samdráttaraflið gjörði það að verkum,
að allir hans partar nálguðust hverjir öðrum án
afláts, þangað til þeir voru orðnir að hnetti. Frá
sínum fyrra snúningi hafði þessi nýgjörði hnöttur
haldið á sér kastinu, og þegar svo á hinn bóginn
að-dráttarafl hnattarins mikla togaði hann til sín,
hlaut hann sífeldlega ao snúast hringinn í kringum
hann, og af því allir hans partar höfðu ekki sama
hraða í fyrstunni, varð hann þar að auki að veltast
um sinn ás á vissu tímabili. Þetta er sú regla, sem
ennþá ríkir í gangi allra himintunglanna. Eftir því
sem aðalhnötturinn dróst betur saman, mynduðust
nýir hnettir á sama hátt og hinn fyrsti, og þar eð
þeir jafnt og þétt mynduðust úr efni, sem dróst meir
og meir saman, gåt ekki hjá því farið, að þeir
yrðu fastari í sér, eftir því sem þeir nálguðust
aðal-hnöttinn (sólina), þegar önnur öfl hafa ekki
tálm-að því. Þetta er líka staðfest af reynslunni; því með
kunnáttu sinni hefir náttúrufræðingunum auðnast
að finna þyngd flestallra hnattanna í voru sólkerfi,
og þó þetta virðist ótrúlegt, er það samt öngvu að
síður dagsatt.*)

*) Af stærð og hraða hinna reikandi stjarna og fjarlæg5
þeirra frá sólunni, sömuleiðis af aSdráttarafli þeirra. hvaö miklu
það orkar eftir tiltölu, og öSru fleira, sem kennt er í stjörnu-

2*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:31 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/3/0027.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free