Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
— 21 —
hjólgadd sinn í sömu átt og jarðirnar, og þetta hlaut
svo að vera eftir lögmáli kastaflsins, ættu jarðirnar
nokkru sinni að hafa sveiflazt út frá henni.
Eins og það nú fór með þokuhnöttinn mikla,
eins gat líka farið með smærri hnettina, áður en
þeir drógust saman og urðu að föstum líkömum.
Svona mynduðust þá tunglin. En ef svo hittist á, að
hringur fór að myndast, og lenti einmitt svo langt
frá hnettinum, að kastaflið og aðdráttaraflið stæðu
í jafnvægi, gåt hann ekki brostið, og hlaut þá að
sveima þar sem hann var kominn, sem jarteikn
frá inni fornu öld, þá sólkerfið var að myndast.
Þessar menjar frá sköpun vorra sólheima vantar
oss nú ekki heldur, því að vísu sveimar
hringur-inn um Satúrnus, fagur og breiður, og hefir
löng-um verið kallaður heimsins aðdáanlegasta
furðu-verk. — Eins og jarðirnar með tunglunum eru í
samanburði við sólina, eins er hún sjálf í
saman-burði við önnur stærri himinkerfi, þar sólbrautir
liggja eins og lindar um einhvern miðpunkt
heims-aflanna, eins og vér sjáum í vetrarbrautinni. Þessi
sólkerfi standa svo aftur í sambandi við önnur æðri,
og halda þannig áfram, miklu lengra en vér getum
orðið varir við, og ef til vill lengra en hugurinn
get-ur flogið.
Satt er það: Þessi hugmynd um myndun og
uppruna heimsins er ekki nema getgáta; en
eng-inn getur neitað, að hún er skarpvitur og með mörgu
móti sennileg, og meira er hér varla heimtandi,
því hún viðvíkur þeim atburðum, sem öngvum er
unnt að skýra frá með áþreifanlegri vissu. En
hvernig sem þessu er varið, þá er hitt ugglaust, að
jörðin hefir einhvern tíma öll verið bráðin, eins og
áður er frá sagt. Eftir því sem hitinn minnkaði,
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>