- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / IV. Ritgerðir, Jarðfræðilegar og landfræðilegar o. fl. /
225

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 225 —

er; er þar einstígi bratt og illt með burð. Ain er
ströng og stórgrýtt, en ekki vatnsmikil, nema i
leys-ingum eða rigningum. Fossar tveir eru stærstir i
henni: Efri-foss, skammt fyrir neðan fjall, hér um bil
8 faðma hár, beinn, en ekki breiður, og Neðri-foss,
skammt fyrir neðan veginn, á að gizka 10 faðma hár,
ekki fullkomlega beinn, en mjög brattur.

Dalså fellur til norðurs eftir Eyvindardal, litlu
utar en i miðjan Vopnafjörð sunnanverðan, og verður
úr þrem kvíslum, er koma af fjöllum ofan; þegar
dregur að sjó, er mikið gil að henni og er hún þar
ströng og ill yfirferðar, þegar hún er í nokkrum vexti.

Fagradalsá er yzt sunnan-fram við
Vopnafjörð-inn; hún rennur til norðurs eftir endilöngum
Fagra-dal í sjó fram og er ekki vatnsmikil, en bæði ströng
og stórgrýtt.

Þrjú stórvötn falla til sjávar í Héraðsflóann út
yfir hina svo-nefndu Héraðs-sanda, sem þar liggja
fyrir öllu landi fjalla á millum, meir en tvær mílur
vegar. Vestust er Jökulsá á brú. Þetta stórvatn er
nálægt 18 milum á lengd og fellur til norðausturs
alla leið frá jöklum til sjávar. Aðal-áin verður úr 5
jöklum, sem allar spretta fram undan rótum hins
eystra falljökuls á norðurhlið hins mikla Vatnajökuls,
til vestur-útsuðurs af Snæfelli, Hið vestasta þessara
5 jökulvatna er:

a. Sauðá,; hún rennur til austur-landnorðurs, og
fellur i Jökulsá neðst þeirra; hún er sjaldan reið,
og er þvi hafður dráttur á henni til að ferja
af-réttarfé á sumrum inn-yfir hana á Brúaröræfi.

b. Kringilså kemur næst Sauðá fyrir ofan
Brúar-öræfi og fellur í sömu átt til Jökulsár; tungan

15

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:41 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/4/0237.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free