- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / IV. Ritgerðir, Jarðfræðilegar og landfræðilegar o. fl. /
232

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 232 —

Sandá heitir á á Fljótsdalsheiði; hún kemur úr
Álftavatni þar á heiðinni, fyrir ofan fremri enda
Fellasveitar, og rennur til norðausturs, fyrir austan
Miðheiðaröldu, út í Stóra-Sandvatn; úr því vatni
fellur Rangá, mikið skáhallt og krókótt út og austur
af heiðinni og svo ofan í Lagarfljót; hun skilur
Fella-sveit og Hróarstungu, og er lítið vatn og ekki mjög
straumhörð; eru og á henni góð vöð og verður
hún sjaldan óreið. Þessi á er hið yzta vatn, sem
fellur að vestanverðu í Lagarfljót.

Teigará ytri, Ormstaðaá og Þorleifará eru allar
í Fellum og falla beint niður af heiðarbrún í
fljótið-þær hafa upptök sín úr flóadrögum á heiðinni og
eru vatnslitlar, en straumharðar.

Hrafngerðisá, áður kölluð Teigará fremri og;
Hrafnsá, skilur Fellasveit og Fljótsdal; að henni er
gljúfragil fyrir neðan heiðarbrún og ekki nema eitt
vað á henni niður-við fljótið.

Hengifossá kemur norðan af Fljótsdalsheiði og
rennur suður eftir henni, þangað til hún fellur ofan
af brúninni millum bæjanna Brekku og Mela í
feikna-háum hengifossi með flughömrum allt í kring, og
rennur síðan í djúpu gljúfragili ofan á undirlendi 1
Jökulsá, skammt fyrir innan Fljótsbotninn. Fossinn er
kallaður Hengifoss, 28 faðma hár, og hefir hann þó
mikið lækkað, og að sögn manna allt að þriðjungi
frá því sem hann var í fornöld.

Bessastaðaá, þar skammt fyrir innan, kemur
vest-an af Fljótsdalsheiði, úr svo-kölluðum Gilsárvötnum,
og má af því ráða, að hún hefir einhvern tima i
fornöld verið kölluð Gilsá. Hún rennur út-austur eftir
heiðinni, þangað til hún fellur austur af henni i

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:41 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/4/0244.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free