- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / IV. Ritgerðir, Jarðfræðilegar og landfræðilegar o. fl. /
245

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 245 —

Höfdahúsaá verður úr læk þeim, er fellur niður
úr miðjum Grákolli.

Heljará kemur úr Heljardal niður-frá
Hrossadals-skarði.

Gilsá fellur út Gilsárdal og þaðan í þröngu gili
ofan fyrir utan Kjapteyri.

Hölknalœkur, utarlega á Búðaströnd, fellur úr
Kjapteyrarmúla.

Skjólgilsá ytri og innri falla innanvert við
Búða-krók; meðalstórir lækir.

Kirkjubólsá kemur úr Hoffellsdal.

Ljótunsá kemur úr Sanddal.

Hrútá kemur úr Gagnheiðardal og fellur í Dalsá,
sem kemur ur Stuðlaheiðardal og fellur út Daladal
til sjávar austan-vert við Tungunes.

Tungudalsá fellur úr Tungudal til sjávar hjá
Sævarenda; í henni er silungsveiði. Þessar tvær ár,
sem koma úr inndölum og falla í fjarðarbotninn, eru
mestar í Fáskrúðsfirði og þó lítil vötn.

Sunnan-fram er innst

Jökulsá, er fellur í gilkorni úr Jökuldal; ekki
vatnsmikil að jafnaði; í henni er foss og má ganga
bakvið hann þurrum fótum yfir ána.

Naustá fellur úr Fleinadal fyrir utan Sævarenda.

Melrakkaár þrjár, eru lækir á Sævarendaströnd.

Eyrará innri og ytri renna báðar í giljum og
koma úr Eyrar- og Sandfells-dölum.

Selá kemur undan innanverðu Sandfelli.

Víkurgerðísá, í þröngu gili, og Vikurlœkur koma
ur Fleinsdal.

Hvammsá fellur úr Víkurvatni og Hvanná,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:41 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/4/0257.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free