- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / IV. Ritgerðir, Jarðfræðilegar og landfræðilegar o. fl. /
258

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 258 —

Blöndu. Nú, þegar öll þessi vötn eru saman kominP
fellur Blanda eftir Blöndugili, um stórgrýti og flúðir,
með stríðum straumi og hvitfyssi, en öngvir eru þar
verulegir fossar. Ofan allan Blöndudal rennur hún í
gili og eru þar víðast klettar að henni. Þar eru vöð
á henni frá þessum bæjum: Eyvindarstöðum, kallað
Krossvað, Brandsstöðum, Blöndudalshølum og
Finns-tungu, og eru engin góð, sökum straums og
stór-grýtis; Hamarsvað, kallað að fara á Hamrinum, er
almenningsvað og allgott, því þar er áin breiðust og
óstríðust; það liggur undan hálstaglinu, sem gengur
fram milli Blöndudals og Svartárdals. Skammt fyrir
utan Hamarsvaðið kemur í Blöndu að austan Svartá
Hún hefir upptök sín úr Aðalsmannsvötnum fram-á
fjöllum og rennur til norðurs um Svartárbuga, og
síðan í miklu klettagili ofan í Svartárdal og eftir
hon-um endilöngum, um krókóttan, grýttan, brattan og
sumpart gljúfróttan farveg, og fellur loks á eyrum
fram úr dalnum í austanverða Blöndu. Víða í
byggð-inni liggja að henni grjót- og gras-eyrar, og
sumstað-ar snarbrött klif eða kletta-annes. í hana renna
þess-ar þverár:

a. Fossá; hún hefir upptök sin fremst á Fossárdal
úr smálækjum og uppsprettulindum, og fellur til
norðurs út dalinn í margbreyttum krókum, og
kemur loks i vestanverða Svartá skammt frá
hinni nafnkenndu Stafnsrétt.

b. Hvammså hefir og upptök sin úr
smá-uppsprett-um á svo-kölluðum Sauðadal, fram-á
Stafnsaf-rétt, og rennur til útnorðurs ofan af fjalli i
aust-anverða Svartá, skammt fyrir sunnan bæinn
Hvamm í Svartárdal. Hún rennur mjög krókótt

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:41 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/4/0270.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free