- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / IV. Ritgerðir, Jarðfræðilegar og landfræðilegar o. fl. /
259

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 259 —

og, þegar ofan af fjallinu hallar, í djúpu
gljúfra-gili, sem endar skammt fyrir ofan ármótin.

c. Gilså hefir upptök sín úr smá-uppsprettum og
forarflóum á fjallheiðinni austur-af Svartárdal,
gagnvart Vatnsskarði, og fellur þvert ofan af
fjallinu i mjög djúpu klettagili fram í Svartá,
sunnanhalt við bæinn á Gili.

d. Bólstaðarhlídará kemur úr Sæmundarvötnum, sem
liggja á fjöllum uppi, vestur-af Sæmundarhlíðinni
í Skagafirði. Hún rennur víðast um þröngan
far-veg, sumstaðar með gljúfrum og smáfossum, og
kemur í Svartá sunnanvert við
Bólstaðarhlíðar-fjall.

Nú rennur Blanda til útnorðurs eftir endilöngum
Langa-dal, og seinast, þegar fram úr dalnum kemur,
nærfellt í vestur, millum Hjaltabakkasóknar og
Refa-sveitar, og kemur til sjávar í Blönduósi, innarlega í
austanverðan Húnaflóa. Á þessari leið renna enn í
hana að austan:

Auðúlfsstaðaá, sem hefir upptök sin fyrir
austan Laxárdalinn, úr tjörn einni á Litla-Vatnsskarði.
Hún fellur þvert vestur, um brattan og stórgrýttan
farveg gegnum Auðúlfsstaðaskarð, og fellur í Blöndu
skammt suðvestur frá Auðúlfsstöðum. Hún er á
sókna-mótum millum Bólstaðarhlíðar- og Holtastaða-sókna.
Strjúgsá kemur úr Strjúgsskarði; Huammsá; allar
litl-ar þverár. Bezta vaðið á Blöndu er i Langa-dalnum á
Hrafnseyri, skammt frá bænum Breiðavaði, og þar
fara flestir yfir um. Ferja er og á henni frá
Holta-stöðum, á svo-nefndu Mjósundi, og önnur á Osnum,
frá Enni. Fornmenn komu stundum skipum sínum í
Blönduós, en ekki verður skipum lagt upp eftir ánni,

17*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:41 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/4/0271.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free