- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / IV. Ritgerðir, Jarðfræðilegar og landfræðilegar o. fl. /
260

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 260 —

vegna klifa þeirra, sem eru að henni skammt frá sjó.
Þess má enn geta, að fram-á Eyvindarstaðaheiði
rennur áin um slétta sanda í mörgum kvislum, og þar
eru á henni hin svo-nefndu Blönduvöð, og eru þau
all-góð, en þó aðgæzluverð, þvi hún breytir þar mjög
oft farvegum. Þau eru á Skagfirðingavegi, og fara
þar yfir allir, sem leið eiga yfir Stórasand, millum
Borgarfjarðar og Skagafjarðar.

Á Skagaströnd og Skaga, út-frá Blönduósi, falla
þessar ár í austanverðan Húnaflóa:

II.

ÚR ÞÆTTI UM EYJAR OG SKER.

A. EVJAR OG SKER í MÚLAÞINGI.

Á Vopnafirði liggja:

Leiðarhafnarhólmi liggur íram-undan Leiðarhöfn
á Tanga. Þar er æðarvarp.

Miðhólmi og Skipshólmi eru tveir litlir hólmar,’
innan-til við Leiðarhafnartanga og rétt fram-undan
Vopnafjarðarkaupstað. Þar er æðarvarp og á
Hofs-kirkja þá báða.

Bjarnarey liggur norðaustan af Fagradalsfjalli,
skammt frá landi. Hún er 20—30 dagsláttur að stærð,
og metin 6 hndr. að dýrleika eftir Hofsmáldaga.
Klett-ur er á eynni, sem Gullborg heitir, og mælt er, að
hellir liggi undir henni, en nú er að mestu leyti sigið
fyrir munna hans. Hún er óbyggð, en á vorum liggja
þar sjómenn við skála til hákarlaveiða. Þar hélt Jón
lærði til í 3 ár og hefir markað þar á klöpp ártölin
1632 og 1635.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:41 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/4/0272.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free