Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
— 262 —
hólma og Flathólma; eigna menn það því, að þeir
eru ósléttastir og þýfðastir, svo fuglinn hefir þar bezt
skýli. Þar verpir og mikill lundi, einkum í Stórhólma,
og þykir það lítill kostur, því hann grefur alla
hólm-ana sundur og umturnar bæði hreiðrunum og
gras-veginum.
Enn fremur liggja á Reyðarfirði þessi sker:
Rifsker liggja utarlega að norðan, fram-undan
Stekkjartanga; það eru blindsker, og brýtur á þeim
í hverju brimi. Þau ná 1li viku fram í sjó.
Bugsi heitir klettur rétt innan-við Stekkjartanga,
skammt frá landi, og nokkru innar er
Áttœringur, annað sker hjá svo-kallaðri Fles, miðja
vegu millum Karlskála og Litlu-Breiðu-vikur.
Vatnsbodi liggur suður af Krossanesi, skammt frá
landi; það er blindsker.
Flesjarbodi, Króarboði og Beltaboði heita
leyni-boðar á utanverðri Vattarnesbót; hinn fyrst-nefndi
liggur innan- og ofan-vert við tangahornið, en hinir
innar og ofar á bótinni út frá Engimýrartanga.
Bakur er sker utan-undir Vattarnestanga; við hann
er kennd Baksbót.
Úti fyrir og á Fáskrúðsfirði liggja þessar eyjar
og sker:
Skrúður. Svo heitir ey, sem liggur
norðaustan-vert-við fjarðarmynnið, hálfa viku sjóvar undan
Hafn-arnesi. Hún er upphá sem lítið fjall og nærri því
kringlótt, tólftungur milu á hvern veg og víðast hvar
að sunnan, vestan og norðan með misháum,
þver-gniptum björgum neðan-til, en grasi vaxin að ofan
og austan, sumstaðar niður-undir sjó. Inn í Skrúðinn
að austan gengur vik ein, sem heitir Hellisvík; að
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>