- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / IV. Ritgerðir, Jarðfræðilegar og landfræðilegar o. fl. /
264

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 264 —

Inn-við stafn í hellinum er lítil stöðuvatnstjörnr
með tæru vatni, ísköldu og bragðlausu. Árið 1838;
fann séra Ólafur Indriðason þar töluvert af [-[Glaubersalt^?)]-] {+[Glauber-
salt^?)]+} meðfram neðanverðu berginu að sunnan i
hin-um innra helli, og litla uppsprettulind norðan-megii*.
hellisins, skammt frá sjávarmáli, með væmið vatn og
salt-kennt, svo sem því svarar, að helmingi eður
fjórðungi lóðs væri blandað í pott af hreinu vatni. —
Mikið varp er þar í berginu, bæði svartfugl og skegla
(= rita), en ekki er það hagkvæmt, því bjargið er
víða hvar bæði ógengt og ófært til siga. Gnægð
aí skarfakáli vex í Skrúðnum, og er þar bæði mikið
og fagurt víðsýni.

Arfaklettur heitir hólmi, grasi vaxinn, norðan-tiIj
við Skrúinn; þar er nýfarið að tímgast æðarvarp.

Þursasker er mikil fles, graslaus, út frá ArfaklettL

Brökur heitir skerjaklasi nokkur, sem liggur í
vatnsbrún norður frá Skrúðnum, og er því ófært
haf-skipum að fara nálægt honum þeim megin.

Einbúi heitir iðusker eitt, sem lítið ber á inn- og
norður-af Skrúðnum; þó er svo breitt sund milli hans
og Hafnarnessflesjar, að vel má þar sigla fram
hafskip-um suður og norður, þegar fall og vindur er með, en
straumar eru þar miklir og önuglegir.

Æðarsker liggur í sjálfu fjarðarmynninu suður
frá Lambatanga; það er á lengd í suður og norður
hér um bil 1ls mílu, en örmjótt og mest allt nakin
fles, þvergnípt að utan, en ekki allhátt, og drífur því

gefa honum einn hrút á ári, þvi satt er það, þeir hverfa fremur öðru fé úr
Skrúðnum, — þvi hornin munu stjaka þeim frá berginu, svo þeir hrapa í
sjó-inn, þegar þeir tildra sér á hillurnar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:41 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/4/0276.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free