- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / IV. Ritgerðir, Jarðfræðilegar og landfræðilegar o. fl. /
266

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 266 —

Hvalnesboði inn og norður af Gunnarsboða; þeir eru
báðir viðsjálir í öldusjó.

Stamparibba heitir enn boði skammt inn og
vestur frá Hafnarnesstanga. Þar varð á skipsbroti 1659
Eyjólfur prestur Bjarnason frá Kolfreyjustað.

Á Stöðvarfirði liggja þessi sker og boðar:

Gvöndarnessfles liggur spölkorn undan landi í
miðri röstinni fyrir framan Gvöndarnessrennu, og er
sundið millum lands og flesjar oftast nær ófært, nema
í mestu sumarstillingum. Fles þessi er ávöl,
gras-laus sjávarklöpp, og liggur þar oft uppi mikill fjöldi
sela, en engri veiði verður þar við komið.

Hålstangabodi liggur undan Gvöndarnesshálsi,
skammt frá landi.

Andarnefjuboði, skammt frá landi, millum
Bæjar-staða og Landabæjar.

Ribba undan Kapalhöfða, 5 faðma frá landi.

Miðfjarðarboði liggur úti fyrir miðju
fjarðarmynn-inu; hann er sléttur ofan og hallar út af honum öllu
megin; kringum hann er 7 til 9 faðma djúp.

Úti fyrir og á Breiðdalsfirði liggja þessar eyjar
og sker:

Hafnarey og 10 aðrar smáeyjar liggja í
sunnan-verðum firðinum undan Óslandi; er þar æðarvarp
nokkurt og selveiði, og liggja þær allar undir Heydali.
Við Hafnarey er góð höfn fyrir báta og útræöi. —
Boð-ar eru þar margir með báðum löndum, en hreint
mið-fjarða og góð skipalega fyrir innan eyjar.

Iðusker heita tvö sker, sem liggja í Kambaröst,
beint undan Kömbum.

Hvopa heitir boði í Kambaröst, suður af
Iðu-skerjum:

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:41 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/4/0278.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free