- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / IV. Ritgerðir, Jarðfræðilegar og landfræðilegar o. fl. /
283

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 283 —

Háu-kollar, en vestan-í-móti heitir hann Hetta, og
þar upp af Lágu-kollar. í austur-landnorður af
Heima-kletti tekur við Miðklettur, annað fjall, áfast honum
og grasi vaxið að ofan, með hömrum norðan og
sunn-an-í-móti. Hann er miklu lægri. Frá Miðkletti liggur
i sömu stefnu örmjó klettaegg, sem heitir
Heljarstig-ur og ber nafn með rentu; hann hefir lengi verið
genginn og mörgum að bana orðið, enda er hann að
versna og orðinn ófær, nema með vöðurri. Nú er í
hans stað buið að finna annan veg, sem heitir Snið,
til að ganga út i Yzta-klett, sem einnig er grasi
vax-inn ofan; þar er slægjuland fyrir eina kú og ágæt
grasbeit fyrir 100 fjár, mikið undanfæri og gott til
lundadráps. Þar slitur fyr-nefndum fjallahrygg á
land-norðurhorni eyjarinnar.

Inn-með þessum klettum að sunnanverðu liggur
til vesturs litill fjörður eður vik, og er þar innst höfn
og skipalega; þar er alltæp leið inn að sigla. Hún
byrjar þegar Heljarstígur gengur að Miðkletti og
end-ar þegar Stóra-Örn kemur undan Kleifum, og skal
jafnan á út- og inn-siglingu ydda á suðurhorni
Elliða-eyjar undan Yzta-kletti. Við byrjun hennar að utan
liggur sker eitt, Hringsker kallað, skammt frá
suður-landinu, og fer það í kaf með flæði. Rétt fyrir innan
það sama megin liggur norður á við annað sker,
at-hugavert, sem ætið er i kafi, Hrognasker kallað, og
nokkuru innar norðan-megin skagar fram í sjóinn
há og ummálsmikil grjóteyri, sem nú er kölluð
Klemens- eða Klemus-eyri. Það er hin forna
Hörga-eyri, sem nefnd er í Kristnisögu (kapit. 11), þar sem
þeir Gissur hviti og Hjalti Skeggjason tóku land, og
reistu kirkju þá, er Olafur konungur Tryggvason hafði

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:41 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/4/0295.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free