Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
285 —
stendur áfastur við Litla-höfða og heitir Landstakkur,
og tveir aðrir drangar, skammt eitt frá landi þar,
heita Stakkar. Fyrir sunnan Litla-höfða, niður-við
sjó-inn, heita Brimurðarloft, mesta stórgrýti. Sunnan-við
þau skagar fram til landsuðurs Ræningjatangi; þar
lentu Tyrkir 1627. Þar fyrir sunnan og vestan
kemur sandvik nokkurt, kallað Brimurð. Þar er einhver
hin helzta rekafjara á eynni; en ekki verður þar að
landi lagt skipum, sökum stórgrýtis. Þá kemur
Garðsendi, þar sem Stórhöfði byrjar, og hraunurð
fram-með höfðanum að landsuðurtanga hans, þar sem
heitir Hellutá. Vestur með höfðanum kemur vik inn
i hann, kölluð Fjós, og siðan klettur nokkur upphár,
áfastur við höfðann, kallaður Napi. Utan-i honum og
höfðanum er langviuvarp og rillubæli. Innan-til við
höfðann vestanverðan tekur við sandvik sú, sem fyr
var nefnd, og nokkuð innar önnur vik, kölluð
Klauf-in; er í báðum þeim sumaruppsátur fyrir smáskip,
og allgott lands að leita. Þó er að varast blindílúð
skammt frá landi, ef lenda skal í víkinni, og þræða
millum hennar og Stórhöfða. Inn-frá Klaufinni
tekur við, allt að Torfmýri, sem fyr var nefnd,
Ofan-leitishamar; það er hátt og voðalegt fuglabjarg, með
grastóm innan-um og skaðræðislegu lausagrjóti, og
geysilegri stórgrýtisurð neðan-undir, sem úr honum
hefir hrapað. Það er mál manna, að í honum hafi
farizt hér um bil jafnmargir menn og í Dufþekju og
á Heljarstíg, meðan hann var genginn vaðlaust.
Fram-undan Torfmýri er stórgrýti og skerjaklasar, og
ein-stöku dæmi eru til, að þar hafi manni verið skotið í
land í logni og ládeyðu. Nú kemur langt og
ör-mjótt sjávarvik, með hömrum að sér á báðar síður,
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>