- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / IV. Ritgerðir, Jarðfræðilegar og landfræðilegar o. fl. /
286

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

286 —

og liggur til landnorðurs, fast inn-með sunnanverðu
Dalfjalli; það er nú kallað Kaplagjóta, en í fornöld
hét það Ægisdyr; það er raunar ekki annað en
afar-djúp og breið gjá, sem sjórinn fellur inn i, og er þar
sífelldur niður og brimsúgur og aldrei skipgengt, hve
gott sem i sjóinn er. Inn-með Dalfjalli að vestan,.
millum þess og Stafnsness, liggur vogur eður vik móti
hafsuðri. Þar er malarfjara og all-gott lands að leita,
ef ekki stendur vindur upp-á voginn; en all-sjaldan
er það gert, nema í mestu viðlögum, því þegar svo
ber undir, hljóta menn að ganga örðugan veg, yfir
svo-nefndan Dalfjallshrygg, ofan-i Dalinn, til að geta
náð til byggðar. Þá kemur Stafnsnes, Upsaberg og þar
fyrir austan Eysteinsvík, Æðasandur, Klifshamrarnir,
og fyr-nefnt Eiði, er skilur höfnina frá hafi innst að
norðan-fram. Þar er önnur bezt lending á eyjunni.
Austur-með Heimakletti og Miðkletti norðan-í-móti
eru sandar — Hellusandur og Halldórssandur —,
sum-staðar þvergnipi eður stórgrýtisurðir og smásker.
Landnorðurhornið á Yzta-kletti heitir Faxi, og skammt
fram-af þvi stendur drangi, sem kallaður er Latur.
Út-af honum liggur flatt sker og ummálsmikið, og
þykir mjög líklegt, að þangað mætti venja æðarvarp..
Skammt austur-af þvi kemur upp með fjöru annað
sker, nefnt Skellir. Millum þeirra er róið í sjódeyðu,
svo-kallað Skersund, og millum stóra skersins og
Yzta-kletts Faxasund; þar er svo harður straumur,
að skip ganga þar á stundum ekki fram, og er þar
rómbær togslreita, kölluð Klettsróður. Lengra
suður-með, gagnvart Lögmannssæti á Yzta-kletti, standa
í sjó fram tveir strýtuklettar, er heita Drengir. Þá
heitir vik nokkurt Bóndabót; kennd við klettinn

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:41 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/4/0298.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free