- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / IV. Ritgerðir, Jarðfræðilegar og landfræðilegar o. fl. /
298

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 298 —

komizt, nema að vestan; þar lækkar bergið og eru
þar upp-frá sjónum gil, gljúfur og afhallandi flár. Að
ofan er hún næstum því flöt, og verpa þar nokkrir
fýlungar og langvíur. Hún ber nafn með rentu, því
þar sést hvergi stingandi strá.

e. Hin helztu sker kringum Småeyjar. — Nafar
heitir strýtumyndað sker, hér um bil 7 álna hátt yfir
flóðmál, og liggur skammt í útsuður frá Grasleysu.
Hann er að því merkilegur, að allt vestanbrim
gnauð-ar á honum, og er það gömul sjóregla, að fært sé
að lenda við meginland, meðan ekki ganga 3 sjóir i
röð yfir Nafarinn; er það og áreiðanlegt, ef lenda skal
fyrir vestan tanga, en hornriði og austanbrim geta
náð Eyjasandi, þó dauður sé sjór að vestan.

Jötunn heitir annað sker, skammt vestur-útsuður
af Hænu. Hann er býsna-hár, og er raunar ekki annað
en blágrýtisbrik, sem hefir til forna verið gjáfylling 1
móberginu, en það er nú skolað á burt, svo
bríkar-brot þetta stendur bert eftir sem þá sandur er tekinn
frá steypu. Má allviða sjá slikt, þar sem bríkur og
drangar standa við sjávarströndu, og svo er upp
komið viðs vegar um landið kambar og borgir og öll
tröllahlöð. Enginn maður kemst uppá Jötuninn, enda
verpir þar ekki nema lítið eitt af rillu og svartfugli.

Sker fyrir norðan Heimaey. — a. Gatið. Svo
heitir hátt og stórt sker, gagnvart Upsabergi, svo
angt frá landi, að róa má milli skers og lands. Segja
menn, að til forna hafi steinbogi legið úr skerinu
upp i Upsaberg, og af þvi taki það nafn.

b. Stóri-Örn og Litli-Örn heita tveir drangar
gagnvart Stóra-klifi. Litli-Örn er bæði lágur og lítill
ummáls, 10 faðma undan landi. Stóri-Örn stendur

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:41 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/4/0310.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free