- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / IV. Ritgerðir, Jarðfræðilegar og landfræðilegar o. fl. /
299

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 299 —

nokkru utar. Hann er mjög hár, en ekki stór
um-máls; rneð hengiflugum allt um kring. Vegur liggur
upp á hann að útsunnan, vondur og tæpur,
áþekk-astur veginum upp á Súlnasker, nema hvað hæðin
er minni. Þar verpa fýlungar.

Svo er sagt, að fyrrum hafi grasi vaxið flatlendi
verið kring um kletta þessa, frá Stóra-klifi og
fram-fyrir Erni, þar sem nú er kolblár sjór, og hafi
jarð-skjálftar og sjávargangur tekið allt það land af. Áttu
þá kýrnar að hafa verið reknar þangað gegn um
svo-kallað Náttmálaskarð, millum Litla-klifs og Dalfjalls,
en nú eru þar norðan-í-móti sandskriður og sumstaðar
hengiflug.

c. Eiðisdrangar heita þrir graslausir, lágir og
arð-lausir klettar skammt frá landi, gagnvart
austan-verðu Eiðinu.

d. Latur, landnorður af Faxa, er fyr [nefndurj.
Það er ’hár klettur, þvergniptur allt um kring, og
merkilegur að þvi leyti, að hann er sá annar klettur
kring um Vestmannaeyjar, sem enginn kemst upp á,
nema fuglinn fljúgandi, Þar verpa fáeinir fýlungar og
langvíur.

e. Selasker, almennt kallað »Skerið«, er lika áður
nefnt. Það er svo hátt, þótt það sé flatt, að sjór
gengur ekki yfir það, utan í mestu aftökum, og varla
munu þess dæmi á sumardag. Áður var þar bezta
selveiði, þvi á vestanverðu skerinu eru lón eður
kviar, sem hann var veiddur i, en nú er sú veiði
af-lögð, því selurinn er lagztur þar frá sem víðast hvar
annars staðar kring um eyna, og kenna menn það
ófriöi af skotum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:41 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/4/0311.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free