- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / IV. Ritgerðir, Jarðfræðilegar og landfræðilegar o. fl. /
309

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 309 —

Bls. 67—68. — SUBSKRIPTIONSPLAN. — Ehr. i hrs.
Bmf., nr. 13 í abr., skrifað á kvartörk. Fyrst hefir Jonas
skrif-að: „den .. April 1839", en síðar strikað yfir „April" og
skrif-að „23de Mai" fyrir ofan. — Daginn eftir fór hann af stað
heim. Ókunnugt er, hvort boðsbréf þetta hefir nokkru sinni
ver-ið gefið út um sumarið. Það ber með sér, að það hafi verið borið
samanbrotið í vasa all-lengi. — Bls. 67, 11. 1., „gennemrejst",
nefnil. 1837. — 16. 1., „samlet" o. s. frv., þ. e. dregið saman úr
annálum o. fl. — Sennilega hefir Jónas þá verið búinn að semja
eldfjallasögu sína á íslenzku, „eldritið", sem er í hrs. Bmf., nr.
11 í abr. Það hefir verið þar á 108 bls., en 2 blöð vantar nú í;
á þeim hafa verið greinar um Vestmannaeyjar, Borgarhraun og
Þurrárhraun, og e. fr. upphafið á grein um Trölladyngjur, sbr.
bls. 160, neðst, til bls. 164, efst hér. Flestar síðurnar eru
skrif-aðar að eins hálfar, annar dálkurinn látinn auður til
athuga-semda og viðauka, sem Jónas hefir þá einnig gert sums staðar
og eru með hans hendi, en annars er handritið uppskrift með
hendi annars manns. Marga af þessum viðaukum virðist hann
hafa gert síðar, annað-hvort vorið 1843, sbr. bréf hans til J. St.
23. Janúar þ. á., II. b., bls. 150, eða í Sórey um haustið, eftir að
hann hafði fengið þangað það sem búið var að prenta af
„Is-lenzkum annálum frá Krists-ári 803", sem Árnanefnd gaf út
1847, sbr. bréf hans til F. M. og J. Sig., II. b., bls. 154—56, In.
aths., og bls. 71 hér. Þá hefir hann einnig skrifað á næstu síðu
framan-við sjálft ritið skrá yfir fornu annálana, ásamt
bókstafa-merkjum þeim, sem þeir hafa í útgáfunni. Þetta rit Jónasar
hefir aldrei verið gefið út, né uppskrifað á ný fyr en við
undirbún-ing þessarar heildar-útgáfu rita hans. Það hefir þó ekki verið
tekið með í hana, heldur útlegging af því á dönsku, sem hann
virðist hafa gert í Sórey veturinn 1843—44 og er hér næst á
eftir. — I sambandi við þetta er vert að geta þess, að í
íerða-kveri hans frá 1840(•—-41) er (á 6 bls.) útdráttur úr ritgerð
Hannesar biskups Finnssonar í XIV. árg. félagsritanna gömlu
„um mannfækkun af hallærum". — 5. 1. a. n., „2
Hovedafdelin-ger" o. s. frv. Af fyrri deildinni er nú ekki til neitt og verður
ekki séð, að hún hafi verið samin sérstök; önnur deildin er
eld-ritið, sem nú var getið, og þýðing þess, er hér er prentuð á eftir.
Yfirlit („Oversigt") það, sem átti að fylgja þessum tveim
deild-um, er ekki heldur til.

Bls. 68—190. — DE ISLANDSKE VULKANER. — Ehr.
var í eigu Joh. Steenstrups prófessors, 10 kver („legg"), hvert
með 6 kvartörkum. Eftirrit er til í hrs. J. S., nr. 419 í 4 bl. br.,
skrifað af J. Sig. 1870 (Skrá um handritasöfn Lbs., nr. 5311).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:41 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/4/0321.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free