- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
XIII

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— XIII —
3. ÁTTHAGAR.

Þessu næst þykir hlýða að minnast nokkuð á átthaga
Jón-asar, Öxnadalinn og umhverfið.

Vestanfram-með Eyjafirði innan-til er dálítið undirlendi,
og skiptist það í tvennt; heitir hið ytra og nyrðra nú
Árskógs-strönd, en hið innra Gálmaströnd, og enn innar Kræklingahlíð,en
áður voru Gálmaströnd og Árskógsströnd ekki aðgreindar,
held-ur nefndar einu nafni Árskógsströnd, eða Gálmaströnd, sem var
hið forna nafn. I milli Gálmastrandar og Kræklingahlíðar
verð-ur undirlendið mest, utan- eða norðaustan-við Hörgárdal og
Þelamörk, sem er þar suðaustanmegin Hörgár. Er fremur
þétt-býlt á þessu syðra undirlendi og er höfuðbólið þar Möðruvellir
(Möðruvalla-klaustur, er var amtmannssetur á dögum Jónasar
(og allt frá 1783). í Kræklingahlíðinni var aðalbærinn fyrrum
Lögmannshlíð, en innan-við hlíðina, vestanvert við
fjarðar’botn-inn, er Akureyri, er var á dögum Jónasar mjög lítill
verzlunarstað-ur, með 10—20 litlum og óásjálegum timburhúsum. Yzti hluti
Hörg-árdals og Þelamörkin ganga suðvestur frá þessu innra undirlendi
og eru í rauninni breiður dalur, sem fjöldi minni dala kvíslast
inn frá, og eru mestir þeirra Hörgárdalurinn sjálfur, eða innri
hluti hans, og Öxnadalurinn. Helzti bærinn í þessu sameiginlega
dalsmynni er Skriða, sem hreppurinn þeim megin er kenndur við,
norðvestanmegin Hörgár, og hins vegar, innst á Þelamörkinni,
er Bægisá ytri, prestsetrið. Inni í Hörgárdalnum er Myrká,
utan-við mynni Myrkárdals, og var þar kirkja og prestsetur, en inni
i Öxnadalnum er Bakki kirkjustaður, annexia frá Bægisá eins og
áður var sagt.

Öxnadalurinn er þröngur og djúpur, og um 25 km. langur.
Um hann liggur aðalþjóðleiðin milli Eyjafjarðar og
Skagafjarð-ar, og þar með í rauninni milli allra byggða, sem eru vestan
hans og austan á landinu. Jónas var því fæddur og uppalinn í
þjóðbraut. Öxnadalurinn er ekki sá afdalur, sem hann í íljótu
bragði virðist vera. Sumum ferðamönnum, sem ekki komast
hratt yfir, finnst hann seinfarinn og litt vistlegur; en Jónas mun
vera í huga margra vegfarenda hér og hann er skemmtilegur
förunautur. Dalurinn er nærri því beinn, snýr mynninu til
norð-urs, og þó nokkuð til austurs, og þrengist æ meir sucu^ á við.
Austan við hann eru reginhá fjöll, um og yfir 1200 m., og
sömu-leiðis vestan við hann innst, en utar eða norðar nokkru iægri,
en brött og ber, þunn og með meitilhvössum eggjum, milli
Öxna-dalsins og Hörgárdalsins, sem er nær samhliða hins vegar. Þor-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0025.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free