- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
XVI

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— XVI —

Utan-við Árskógsströndina gengur Svarfaðardalur inn í
há-lendið. Þar eru Vellir, þar sem Stefán föðurbróðir Jónasar var
prestur. En inn af botni Eyjafjarðar gengur aðal-láglendið og
-byggðarlagið í héraðinu, sem ber jafnframt nafn fjarðarins.
Það er í rauninni langur og víður dalur, sem greinist innst í
aðra minni dali. „Eyjafjörður, finnst oss, er fegurst byggð á
landi hér", segir Matthías Jochumsson; og ekki er þessi byggð
síður ágæt að landgæðum og sögufrægð. Hér eru margir
merk-isstaðir og þjóðkunn höfðingjasetur, sem óþarft er að geta í
þessu sambandi. Hér er Hvassafell, þar sem þeir feðgar bjuggu,
móðurfaðir og móðurafi Jónasar, og þar sem hann átti einnig
heima sjálfur næstu árin eftir að hann missti föður sinn;
stend-ur bærinn að vestanverðu, austan-undir fellinu, sem hann er
kenndur við, en nú er kennt við hann og kallað Hvassafellsfjall,
likt og víðar á ser stað. Litlu utar er Mikligarður, þar sem séra
Hallgrimur, faðir Jónasar, ólst upp að miklu leyti, hjá
föðursyst-ur sinni og nafna sínum, Hallgrimi Thorlaciusi. En miklu utar er
Hrafnagil, þar sem langafi Jónasar, Hallgrímur prófastur
Eld-járnsson ólst upp, og langafi hans, Hallgrims prófasts, Þórarinn
prófastur Jonsson, var fyrrum. — Jónas var eyfirðingur; hann
var bundinn við þetta hérað sterkum böndum ættjarðarástar og
ættrækni, sem honum máttu aldrei úr minni líða, bótt ástin til
allrar þjóðarinnar í heild og hinnar sameiginlegu ,,göfgu
móð-ur" tækju yfir átthagaástina, er aldursárunum fjölgaði, og hann
hafði fjarlægzt jafnt ættjörð sem átthaga. Kvæðið „Suður
fór-umk um ver", I. b., bls. 88—89, er frá síðustu æviárunum og
það ber þess þó enn ljósastan vottinn, hvar hugurinn ’kaus sér
heima.

4. ÁRFERÐI Á ÆSKUÁRUNUM.

Árferði hefir jafnan verið mjög breytilegt hér á landi, og
áhrif þess á afkomu manna og efnahag jafnframt mjög mikil,
því að bjargræðisvegum manna er hér þannig háttað. Flestir
verða að stunda útivinnu og eru því enn háðari veðráttufarinu
daglega. Þegar athuga skal uppvöxt og ævikjör manns, sem
fæddist og lifði heilli öld fyrir vora daga, virðist ástæða til að
gá einnig til veðurs þá, hversu það var á hans uppvaxtarárum.
Náttúran hefir sterk áhrif á þá, sem alast upp með hana fyrir
augum sér; en ekki að eins landslagið eitt, umhverfið, sem fyrir
augunum er, heldur engu síður loftslag og veðráttufar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0028.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free