- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
XXII

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— XXII

séra Jón og Jónas, er hann var barn; séra Tómas setti grein i
Lýð, blað séra Matthíasar Jochumssonar, 2. ár, bls. 22—23, um
þá tillögu, að Jónasi yrði reistur minnisvarði; frásögnin er í
sambandi við þá grein og er á þessa leið: „Um leið og ég
minn-ist á Jónas Hallgrímsson, þá dettur mér í hug ofurlítil saga,
sem móðir hans, en langamma mín, sagði mér, ásamt mörgum
öðrum fleiri um hann. Þegar Jónas var 5 ára gamall, gisti Jón
sál. Þorláksson á Bægisá eitt sinn hjá henni að Steinsstöðum.
Um morguninn sat prestur einn inni í baðstofuhúsi, en Jónas
litli lá þar vakandi í rúmi og var eitthvað að rausa við sjálfan
sig eins og honum hafði verið títt, þegar hann var barn. Þegar
móðir hans kom inn, sagði séra Jón: „Nú skal ég segja yður
nokkuð, maddama góð! Hérna eigið þér nú efni í ágætt skáld".
— Sannspár var hann þá, karlsauðurinn". — Víst er, að síðar,
þegar Jónas var farinn að yrkja, þá þekkti hann kvæði séra
Jóns, sbr. kvæðið „Galdraveiðin", I. b., bls. 26, með aths., er hann
mun hafa ort heima á Steinsstöðum eða þar nyrðra síðasta
sumarið, sem hann var í skóla, 1828. — Mörgum árum síðar,
veturinn 1841—42, fékk Þorsteinn Jonsson, sem :fór þá að gefa
út ljóð séra Jóns, Jónas til að búa þau undir prentun, sbr. II.
b., bls. 124—25. Hefir Jónas þá kynnt sér vel allan kveðskap
séra Jóns og flokkað kvæðin, og þrem árum síðar, skömmu
áður en hann dó, orti hann Vorvísuna sína „å la Jón
Þorláks-son" eins og hann segir sjálfur, sjá I. b., bls. 143—46. Minnti
hann menn þann veg og snilldarfallega á þjóðskáldið horfna. —
En þessi dæmi um viðkynning Jónasar við kvæði séra Jóns á
skólaárum og síðan á síðustu æviárum hans eru raunar fyrir
utan það, er hér skyldi getið að upphafi og kemur við ætterni
hans og þeim áhrifum, sem ætla má að hann hafi orðið fyrir
á æskuárunum.

II.

ÆSKUÁRIN.

Eins og áður var tekið fram, fæddist Jónas á Hrauni í
Öxnadal mánudaginn 16. Nóvember árið 1807. Næsta vor
flutt-ist hann með foreldrum sínum að Steinsstöðum, og þar var
hann hjá þeim, unz faðir hans drukknaði. Frá bessum árum
eiga að vera forspá séra Jóns á Bægisá og ferskeyttu
stökurn-ar, sem sagt er, að Jónas hafi ort á barnsaldri, sjá I. b., bls. 153.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0034.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free