- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
XXXVIII

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— XXXVIII —

Aftur og aftur snertir hann í kvæðinu einnig þá strengi,
sem hljóma djúpa alvöru og að síðustu hálf-duldan beyg, er
hann skyggnist inn í framtíðina, þótt hann segi að sönnu, að

gott er að ganga ófarið, örstutt,

geði kviðlausu æviskeið.

Alvaran og sorgin voru sjaldan langt frá Jónasi, þótt gleðin
fengi stundum að setjast í hásætið.

Auk þessara kvæða og einkunnabókar Bessastaðaskóla er
fátt, sem fræðir um hann síðari skólaárin hans. „Iris", sem
get-ið var áður, er frá haustinu 1826. Þar eru lítil sýnishorn af
smásögum o. fl. í óbundnu máli. Merkileg er sú heimspekilega
skoðun, sem Jónas hefir sett þar fram í þessari setningu (sjá
II. b., bls. 203) : „Varla getum vér deyft hjá oss þá hugsjón, að
fyrri en keðjan þrýtur við hásæti hins eilífa, hljóti enn þá að
finnast þúsund lifandi verur, að baki hverra maðurinn stendur
eins langt og rjúpan að baki veiðimannsins". — Þennan vetur
voru þeir enn með honum í skóla, vinir hans, Gisli Isleifsson,
Tómas Sæmundsson, Snorri Sæmundsson, Geir Jonsson
Bach-mann og Lárus Sigurðsson, sem útskrifuðust allir, nema Gísli,
um vorið. Þennan vetur var Rudolf Keyser einnig á
Bessastöð-um, og tókst með þeim Jónasi og honum góð vinátta, eins og
skilja má m. a. af erindinu, sem Jónas orti um vorið til Keysers
(I. b., bls. 8) og bréfi Jónasar næsta vetur til Tómasar
Sæ-mundssonar (II. b., bls. 3). — Keyser var nær fimm árum
eldri en Jónas og hafði tekið stúdentspróf 1820. Hann lagði
stund á sagnfræði, einkum sögu Norðurlanda, við háskólann í
Ósló og fékk styrk af „Selskabet for Norges Vel" til að fara
hingað 1825 og læra íslenzku og kynnast fornritunum. Keyser
var vingjarnlegur maður i viðmóti, kom sér hér vel og undi
hér einnig vel. Hann gaf Jónasi þýðing Stens Blichers af
kvæð-um Ossíans, sem Jónasi þótti mikið koma til, eins og þegar hefir
verið bent á. Er ekki ólíklegt, að viðkynningin við Keyser hafi
haft einhver áhrif á Jónas á þessum skólaárum hans. Siðar voru
þeir samvistum í Höfn, er Jónas var þar við nám og Keyser
var þar frá þvi um vorið 1835 til vorsins 1837, að undirbúa í
handritasöfnunum útgáfu hinna gömlu, norsku laga; var hann
þá orðinn docent i sögu við háskólann í Ósló, en varð þar nú
prófessor. Þeir Jónas og hann munu hafa skrifazt á (sbr. II. b.,
bls. 5), en ekkeit mun nú til af þeim bréfum.

Næsta haust voru allir þessir vinir, nema Gísli, horfnir frá
Bessastöðum; skólabræðurnir útskrifaðir og Keyser farinn
aftur heim. Tómas var farinn til Hafnar; en hann bætti mikið úr

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0050.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free