- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
LXIX

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— LXIX —

vetur, nýkvæntur ástmey sinni, sem beðið hafði þar eftir honum
síðan hún hét honum eiginorði fyrir 5 árum. Um vorið fór hann
suður og vigðist 24. Mai til Breiðabólsstaðar; fór svo norður
aftur og sótti konu sina og búslóð, hélt suður skemmstu leið,
Sprengisand, og þá var það, að hann fann áningarstaðinn, sem
síðan var kallaður Tómasarhagi, uppi undir Tungnafellsjökli
(sjá I. b., bls. 127—28, m. aths.). Hann fékk Fjölni loks seint i
Ágúst og nokkrum dögum síðar 3 bréf frá Jónasi, — sem þvi
miður munu eyðilögð nú. Hann settist nú við að skoða bókina og
lesa, og síðan dæma, bæði útlit hennar og innihald, vel og
vand-lega, í löngu bréfi til Jónasar, dags. 6. Sept. Bréfið er 24 bls.
prentaðar (Bréf T. Sæm., bls. 143—67), og skín áhuginn á
mál-efninu svo að segja út úr hverri línu, en ekki bó ánægjan ein,
þvi að hann dæmir af fullri einurð og einbeittni engu siður um
það, sem honum finnst aðfinnsluvert, en hitt, sem hann lætur sér
vel lika. Siðan leggur hann á ráðin um tilhögun og efni næsta
árgangs, getur um, að hann hafi ráðstafað peningum frá sér til
þeirra þrímenninganna, o. s. frv.

Kvæðið „Island" mun hafa verið á hvers manns vörum í
Höfn, meðal landa, þegar er Fjölnir kom út, og mun þá hafa þótt
alveg sjálfsagt að biðja Jónas yrkja kvæði fyrir kveðjusamsæti,
er skyldi haldið, þegar Halldór Einarsson færi heim. Þá orti
Jónas Vísur íslendinga, og eiga þær þvi sinn aldarafmælisdag
nú. Siðan þær voru ortar, hefir sennilega ekkert annað kvæði
verið eins oft sungið af Islendingum og þær, og það er jafnvel
ekki ólíklegt, að þær séu það íslenzkra kvæða, bæði eldri og
yngri, sem oftast hefir verið farið með hér á landi, — þ. e.
l.(—2.) og 5.—6. er. Það varð sannarlega „vísur Islendinga",
enda ort svo aðdáanlega vel í anda þjóðarinnar, einkum eins og
hún var þá yfirleitt, og jafnvel að sumu leyti til siðustu tíma.

Frá þessu ári, 1835 (7. Nóv.), eru einnig „rímur af
Geo-gnósi", rimna-skopstæling, sem hann sendi Brynjolf i (I. b., bls.
158—60). „Rímurnar" bera jafnframt með sér, að hann var þá
að fást við jarðfræðina. — Tveim dögum áður hafði hann sent
umsókn um styrk úr „sjóðnum til almennra barfa" til
náttúru-fræðisnáms. Umsóknin (II. b., bls. 11—12) er merkileg
heim-ild til ævisögu Jónasar á þessum Hafnarárum hans. Hann er
bá búinn að stunda náttúrufræði í 3 ár og gerir ráð fyrir að
geta staðizt próf í norrænni fuglafræði og fiskafræði á komandi
ári, fái hann styrkinn, og sömuleiðis í frumatriðum
jarðfræðinn-ar og steinafræðinnar. — Islenzkir stúdentar, sem áður höfðu
fengið þennan styrk, höfðu ekki þótt nota hann svo vel sem
skyldi. — En nú var síðasti veturinn á Garði, og einhvers staðar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0081.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free