- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
CXV

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— CXV —

og síðan líklega oftar næsta vetur og áður en Jónas fór alfarinn
frá Reykjavik næsta sumar, en heldur er ólíklegt, að Jónas hafi
þá rætt mikið trúmál við Pál, og ekki gerði hann það í bréfum
sinum til hans; en í kvæðum hans eða öðru eftir hann ber ekki
mikið meira á trú og guðsótta eftir en áður. Jónas var maður
dulur að eðlisfari, einkum á sín dýpstu hjartans mál. „Trú og
guðsótti" voru honum í blóð borin og ástundun þeirra einn af
aðalþáttunum í öllu uppeldi hans og skólanámi, enda hafði hann
síðan setið við að leggja út Mynsters hugleiðingar, og hann var
þrisvar búinn að sækja um prestsembætti áður en séra Tómas
dó. — Páll setur þessa trúarvakning, sem hann álítur hafi átt
sér stað hjá Jónasi, að sumu leyti í samband við þunglyndi hans
eftir sjúkdómsleguna veturinn 1839—40. Það er mjög líklegt, að
Páll hafi fundið Jónas alvörugefinn og breyttan, hafi hann átt
tal við hann í skammdeginu veturinn 1840—41 eða næsta vetur,
þegar þunglyndið þjáði hann, en ekkert annað en orð Páls ber
vitni um, að þessir árlegu þunglyndiskaflar hafi haft vekjandi
áhrif á Jónas í trúarefnum. — Sá eini „sálmur", sem
þunglynd-ið vakti á vörum hans, var „Andvökusálmurinn", sem hann mun
hafa búið til næsta vetur (1841—42), þegar
skammdegisnátt-myrkrið var einu sinni sem oftar að níðast á honum. — Er það
nafn bó raunar gefið i gamni, og mætti fremur nefna til í
al-vöru kvæði hans á sumardagsmorguninn fyrsta 1842 (I. *b., bls.
112—13). — Jónas hefir sennilega verið eitthvað veikur fyrir
á þessu sviði, og mun það hafa verið ættarfylgja, sem fleiri
ætt-ingjar hans fengu að kenna á; mátti hann bví ver við bví, að
verða fyrir þessu áfalli haustið 1839.

Jónas hafði vikið að því í bréfum sinum til
fjármálastjórn-arinnar og beirra vina sinna í Höfn, Steenstrups og Konráðs
(II. b., bls. 65—68), að hann hefði ekki enn séð Austurland, en
þyrfti að fara þangað, ef nokkuð ætti að verða úr
íslands-lýs-ingunni. Hann þráði einnig mikið að rannsaka með eigin
aug-um, hvort nokkurs staðar sæjist á suðausturströndinni jarðlag,
sem væri undir blágrýtislaginu, eins og hinn ungi, þýzki
jarð-fræðingur, Krug von Nidda, hafði þótzt verða var við. Fengist
fé til, ætlaði Jónas að fara austur um land. En þegar
ferða-styrkurinn varð ekki meiri en 300 dalir, hætti hann við hina
fyrirhuguðu austurferð. Hann hafði skrifað Steenstrup, að hann
vildi gjarnan athuga Skjaldbreið (II. b., bls. 65). Hann ákvað
nú að fara þangað fyrst, en siðan upp í Borgarfjörð, vestur um
Snæfellsnes og Dali, og siðan norður byggðir. Skrifaði hann
Steenstrup um þetta skömmu eftir, að hann var lagður á stað,
sjá II. b., bls. 77, og sömuleiðis Finni nokkru siðar (s. st., bls.

8*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0127.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free