- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
CXLVIII

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— CXXXVIII —

leg allt til Apríl-loka; þá var ritið, VI. árg. Fjölnis, nær
full-^rentaður. Er of langt mál og óþarft, þar sem fundabókin
hefir nú verið prentuð, að segja hér nokkuð að ráði frá þessum
fundahöldum, og hvað Jónas lagði þar til málanna í öllum
grein-um, en það er óneitanlega mikið gaman að því að lesa
fundar-gjörðirnar, fyrir þá ekki hvað sízt, sem hafa ánægju af því að
kynnast Jónasi sem bezt. Aðalefni fundanna virðist í rauninni
hafa verið það, að heyra Jónas lesa upp þau kvæði, eða greinar,
sem hann vildi birta í ritinu, velja menn í nefnd samkvæmt
fé-lagslögunum til þess að skoða og dæma um það, og svo ræða um
ýmislegt, er varðaði ritið eða félagið. Það sem Jónas las upp
og vildi birta í ritinu, er þar flest að finna. Eitt kvæði,
útlegg-ing af broti úr Adam Homo eftir Paludan-Müller, las Jónas á
3. fundi, 4. Febr.; „vildi hann, að það yrði hvorki tekið né rekið
á beim fundi", segir í fundargerðinni. Það kvæði er nú týnt.
Kvæðin, sem hann birti, eru nær eingöngu frumort og útlögð
kvæði frá síðustu árunum, þau, sem ekki höfðu þegar verið birt
annars staðar, sbr. I. b., bls. 79—113, 202—215, og nokkrar af
útleggingunum á kvæðum eftir Heine; en ekki lét Jónas heyra né
sjá sum beztu kvæðin sín, t. a. m. „Hulduljóð" og „Fjallið
Skjaldbreiður". Ekkert kvæði birti hann, sem hann hafði ort frá
bví eftir að hann fór frá Reykjavik í sumarferðina árið áður,
nema aðeins eitt, sem kallað var „nóta við alþingiskvæðið" (frá
1840) og birt þannig (Fjölnir, VI., 9—10), cnda mun Jónas ekki
hafa ort neitt um sumarið eða þennan vetur, nema fáeinar
lausa-vísur og þetta nýja kvæði um alþing. I athugasemd við það er
greint frá, hversu á því stóð.

Jónas hefir að sjálfsögðu unnið þennan vetur mest að
undirbúningi Islandslýsingarinnar, farið yfir þær
sýslulýsing-ar og sóknalýsingar, sem Bókmenntafélaginu höfðu verið
send-ar, og þau gögn og heimildir, sem hann komst yfir; ,,jeg har
haft meget at sætte mig ind i", skrifar hann í brjefi til
Steen-strups 11. Febrúar, — sama daginn, sem 4. Fjölnisfundur var
haldinn það árið (1843). En því miður hefir hann haft ástæðu
til að bæta við: „og derhos kun sjælden været, hvad jeg kalder
arbejdsdygtig; mine ulyksalige Brumalier, denne
Bjørnedøsig-hed, Modløshed og Stupiditet, som har forfulgt mig i de korteste
Dage, siden hin Vinter, er neppe endnu forvundne".
Skammdeg-ið lagðist svo þungt á hann. Steenstrup mátti kannast við þetta
ástand frá sjálfum sér, einkum frá vorinu og sumrinu 1841. —
Hann hafði nú skrifað Jónasi fyrir skömmu og boðið honum að
koma til sín út í Sórey og dvelja þar hjá sér um stundar sakir.
Jónas tók því góða tilboði vel og kvað sér myndi ánægja að færa

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0160.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free