- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
CLVI

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— CLVI —

tekjugrein, og nü er svo komið, að flutt nranu árlega til
lands-ins um 2000 tvipund af brennisteini.*)

Jónas gåt nú um þessar mundir hagrætt dálítið fjármálum
sinum, og annaðist Brynjólfur það fyrir hann i Höfn. Skrifaði
Jónas honum þvi viðvikjandi litlu fyrir miðjan Nóvember bréf,
sem nú mun glatað; fékk Brynjólfur það 15. s. m. og svaraði
aftur 17., en þá sendi Jónas honum það bréf, sem nú var getið
og er hér í II. b., bls. 159—61; sjá það, ásamt aths. í
skjala-safni Bókmenntafélags eru ýmsar minnisgreinar, sem forseti
þess, Finnur Magnússon, hefir skrifað, m. a. um greiðslurnar
til Jónasar; sést það, að hann telur, að hann hafi greitt Jónasi
40 dali 18. Nov. og 20 dali 27. s. m. í viðbót við bá 200 dali, sem
hann telur, að hann hafi fengið áður, þ. e. 100 á því ári og 100
árið áður. Sýnist fyrri upphæðin (40 d.) vera sú, er Brynjólfur
kveðst hafa fengið hjá Finni, en hin síðari sú, sem getið var, að
Jónas hefði fengið hjá honum 15. Júlí. Styrkviðbótin hafði
ver-ið greidd honum og Forchhammer kom i verð fyrir hann
silfur-bergi, sem hann hafði haft meðferðis frá rannsókn sinni á
náminum hjá Helgustöðum. Þótti Jónasi að sjálfsögðu það gott,
þótt hann kinokaði sér lengi við að senda Forchhammer
bein-linis reikning yfir það, sem hann lét hann fá.**) Fvrir vist sína
í Sórey, hjá Steenstrup, mun Jónas ekki hafa fengið að greiða
neitt i peningum.

Af löndum í Höfn er það að segja til framhalds þess, sem
áður var sagt, að í Fjölnisfélaginu var aðeins einn fundur i
Nóvember, en ólögmætur, þvi að 5 einir komu, en séra Pétur
lofaði að lesa upp ritgjörð á fundi 30. Desember. I Desember
voru 3 fundir, 9., 16. og 30.; var stafsetningin tekin fyrir enn á
ný á hinum fyrsta, samþykktar athugasemdir þeirrar nefndar,
sem kjörin hafði verið 14. Okt. til að semja uppástungur um
stafsetning, sjálfsagt með tilliti til næsta árgangs af Fjölni.
Hafði Konráð, sem allt stafsetningarmálið var runnið frá, nú
horfið „aftur á hina breiðu slóð", eins og hann orðaði bað
sið-an í Fjölni, bls. 2, enda hafði hann leitt hjá sér að ræða nokkuð
um stafsetning í síðasta Fjölni. Brynjólfur og Gísli Magnússon

*) Samkv. skýrslum hagstofunnar.

**) Forchhammer haftSi áður, fyrir safnsins hönd, botSiS Jónasi
200 dali fyrir allt silfurbergiö, en Jónas viröist hafa hikaö viö atS
taka því boSi (sbr. bréf Forchh. til J. frá ca. 17. XI. 1843). Var
Forchhammer ekki ljóst, hvernig stæöi á þessum undandrætti
Jón-asar, að senda reikning, skrifaöi Steenstrup og baö hann tala vits
Jónas og fá hann til að låta eitthvats ákvetSið uppi. Sbr. Jap.
Steen-strups Mindeskrift, II., 53.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0168.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free