- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
CLXXII

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— CLXXII —

gerðist ekkert markvert, né heldur á hinum síðasta, enda kom
hann ekki á þann fund. Af smá-bréfi, sem hann skrifaði forseta
Bókmenntafélagsins 16. Apríl má sjá, að hann er bá að flytja sig
i St. Pétursstræti 140, 3. sal. Hús þetta stendur enn, og er nú
nr. 22 í götunni. Hún er gömul gata, skammt frá háskólanum,
liggur útsuður frá honum, út frá Nörregade. Uppgangurinn í
húsinu er með óvenjulegri gerð, og raunar háskalegri í myrkri
fyrir ókunnuga eða óvana, þvi að milli hinna venjulega stiga
er skotið inn nokkrum þrepum, sem menn búast ekki við.

Jónas mun hafa ort þetta vor erindin „Að vaði liggur
leið-in" og „Ólukkinn skal yrkja lengur" (sjá I. b., bls. 143 og 146),.
sem bæði sýnast geta bent til þess, að hann hafi fundið á sér, að
hann ætti, ef til vildi, ekki langt eftir. Það er alkunnugt, að
suma menn hefir dreymt merka atburði og jafnvel dauða sinn
fyrir, venjulega í líkingu, en aðrir hafa fengið hugboð, er svo
nefnist. Vist virðist, að einhverjar hugsanir um dauða hans hafi
gert vart við sig. Hann tekur þeim kviðalaust og gerir jafnvel
gaman að, en þó blandið nokkurri angurværð og gremju. Hann
virðist einnig hafa verið að hugsa eitthvað um, hvað við tæki
eftir þetta lif, og sýnilega hefir hann athugað hugmyndirnar um
hinn illræmda bústað vondra manna, helviti, eins og bví var
lýst; er svo að sjá, sem hann hafi jafnframt óskað, að gera
mönnum ljóst, að það væri ekkert annað en versta
sjálfskapar-viti, ef þeir færu þangað. — Hann hefir safnað saman bennan
vetur og þetta vor nokkrum óprentuðum kvæðum sinum og
skrif-að bau upp i dálitið hefti (í nr. 13 í abr. í hrs. Bmf.), og síðast
skrifar hann þar kvæði það, sem hér er átt við (sjá I. b., bls.
146—47, m. aths.).

Þvi má geta nærri, að Jónas hefir reynt að fylgjast með i
andlegum efnum og kynna sér helztu bókmenntir íslendinga og
nágrannaþjóðanna, en því miður er fátt eitt kunnugt um, hvaða
rit hann hefir lesið, svo, að þau verði tilgreind með nafni. Frá
þessum misserum eru til 3 þýðingar, sem sýna beinlinis, að hann
hefir þá lesið þau rit, sem liggja til grundvallar fyrir þeim
kvæðum. Hann virðist, eins og nú var tekið fram, hafa verið
að hugsa um dauðann og hvað við tæki eftir hann. I sambandi
við þær hugsanir hefir hann lesið rit Ludwigs Feuerbachs,
Ge-danken ueber Tod und Unsterblichkeit. Það hafði komið út
nafn-laust í fyrstu árið 1830, en vakið allmikla eftirtekt, og spurðist
fljótt, hver höfundurinn væri, og verið hefir Jónasi kunnugt um
það. Hann hefir nú lagt út fáeinar linur úr kvæðaflokki, sem
var i þessu riti, og gert úr þeim smákvæðið „Nihilismi" (I. b.,.
bls. 231). — Hann las auðvitað hið nýja, bókmenntalega tima-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0184.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free