- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
CLXXIII

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— CLXVIII —

rit „Gæa", sem kunningi hans, Grímur Thomsen, birti i grein
eftir sig um Bjarna Thorarensen. Þar fann Jónas kvæðið
„Sjæ-levandring" eftir útgefandann sjálfan, hinn merkilega
gáfu-mann og ritdómara, P. L. Möller. Hugmyndirnar um sálnaflakk,
sem liggja til grundvallar fyrir kvæðinu, snertu nú hugsanir
Jónasar um þessar mundir, og hann tekur sig til og leggur
kvæð-ið út; gerir úr þvi alíslenzkt kvæði, eða i rauninni tvö, og
nefn-ir þau „Arngerðarljóð"; síðustu Ijóðlínurnar i hvoru kvæðinu
setja glöggt á þau merkið. — I öðru timariti, Uraníu, sem hinn
frægi rithöfundur J. L. Heiberg var farinn að gefa út, hafði
Jónas fundið kvæðið „Abels Död" eftir Fr. Paludan-Müller, er
þá var einnig orðinn mjög kunnur rithöfundur. Það kom út
skömmu fyrir jólin, og Jónas byrjaði að leggja það út. — En
þá grúfði yfir öllu skammdegið og þunglyndið, svo litið varð úr
útleggingunni, að eins upphafið (I. b., bls. 232—33).

En hugurinn hvarflaði viðar en að vaðinu á fljóti lífsins
og hvað við tæki hinu megin við strenginn. Vorið var komið og
sólin hafði eytt öllu þunglyndinu eins og vetrarsnjónum.
Hugurinn hvarflaði heim, til vorsins og alls hins gleðiríka vorlifs á
Fróni. Hann orti „Vorvísu", svo leikandi, létt og mjúkt kvæði,
að bragsnilld hans hafði varla nokkru sinni fyr notið sin betur.
Hann leikur sér að riminu og það svo dillandi dátt, að hvergi er
nein tregða eða snurða, og hann rimar orðin sem mest; eru 6
áherzluorð í hverju erindi, sem rima saman og mynda jafnframt
oft endarím, og enn fremur rima 4 ljóðlínur i hverju erindi ætíð
saman, og þær hinar sömu ljóðlinur rima saman i öllum
erind-um kvæðisins, niu. Og þó hrífur þessi formlist kvæðisins ekki
hvað mest; hinar eðlilegu og hugðnæmu náttúrulýsingar og
lýs-ingar á lífi alls þess, er lifir, er vorið vekur til lífs og starfa,
fylla hug og hjarta unaðsrikri sælutilfinningu. En formlistin á
jafnframt sinn þátt í því.

Jónas virðist ekki hafa frumort öllu fleiri kvæði þessi
miss-eri en þau, sem nú hafa verið nefnd. En, eins og áður var tekið
fram, fékkst hann nokkuð við að þýða kvæði eftir aðra. Auk
þeirra kvæðaþýðinga, sem getið var, verður að nefna hér enn
8—9 kvæði eftir Heinrich Heine (sjá I.—II. og VI.—XII. á
bls. 218—28 í I. b.). Hann hafði áður þýtt nokkur ljóð eftir
hann, eða raunar ort þau um, á íslenzku, gert upp úr þeim
sann-islenzk og verulega þjóðleg kvæði. Honum hafði lengi likað vel
skáldskapur Heine; i kvæðaflokknum „Annes og eyjar" (I. b.,
bls. 122—28) notar hann bragarhátt, sem Heine hefir notað, og
sumt annað minnir þar örlítið á andann i kvæðum eftir hann,
og Jónas fékkst meira við að leggja út ljóð eftir Heine en nokk-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0185.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free