- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
CLXXXVI

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— CLXXXVIII —

ætti við lærða skólann vorið eftir að Jónas dó, en hann fór aldrei
heim og varð lektor við háskólann 2 árum síðar. Hann fékk
pró-fessorsnafnbót eftir 5 ár, 1853, og reglulegur prófessor varð hann
1862 og var það til 1886. Enn lifði hann nokkur ár; dó 4. .Jan.
1891. Hann ritaði mikinn fjölda af merkilegum
málfræðisritgerð-um, einkum um skáldskap fornmanna, gaf út nokkur fornrit og
samdi 2 stórar orðabækur, aðra dansk-íslenzka, sem mörgum er
hér kunn, en hin var yfir fornmálið, gerð fyrir englendinginn
Cleasby og erfingja hans, en heimtuð frá honum (1854) áður en
hann hafði nærri lokið við hana, og gefin út af öðrum og undir
nafni annars manns, sem lauk við hana. Má nærri geta, hversu
þungt þetta féll Konráði. En hann hafði áður orðið fyrir
þung-bærum raunum. Þeir Brynjólfur og hann söknuðu báðir Jónasar,
er þeir misstu hann frá sér svo ungan, vorið 1845. En Konráð
hlaut um sama leyti annan ástvin, þvi að hann trúlofaðist þá
ungri og fallegri, danskri stúlku. — Brynjólfur gekk, eins og
Jónas, að þvi leyti „einn og óstuddur að þeim dimmu dyrum". —
En lífsgleðin lék ekki lengi við Konráð; unnusta hans andaðist
vorið 1847. Þá hætti hann við heimförina til skólans, sökkti sér
öllum niður i visindaleg störf og fylgdi ráðum Jónasar:

„Harmaðu þreyttan þig á nótt og degi

í þögn og kyrð, svo hryggðin sigra megi".

Allmörgum árum síðar, 1855, kvæntist hann systur unnustu
sinn-ar og lifðu bau saman 22 ár; þá missti hann hana einnig
(1877).*) — Allir dóu þeir barnlausir, Finnur, Konráð og hinir
ungu, ógiftu menn.

En hvað leið ástvinum Jónasar heima á Fróni? Hann hefir
vitanlega haft bréfaskipti við móður sina og systkini og jafnan
vitað, hversu þeim leið, en ekkert er nú varðveitt af þeim
bréfum. Frá séra Þórarni Kristjánssyni, frænda hans, er til 1 bréf
til hans, ritað 14. Febrúar 1843; var séra Þórarinn þá
aðstoðar-prestur föður sins á Bægisá.**) Gunnar Hallgrimsson hafði
kom-ið við á Bægisá, þegar hann fór suður til Bessastaða haustið
áð-ur, og þá sagt þeim feðgum af ferðum Jónasar og liðan um
sumarið, en jafnframt talið óvist, að hann gæti farið utan frá
Eskifirði, eins og hann hafði ásett sér. En nokkru áður en séra
Þórarinn skrifaði bréfið, hafði komið áreiðanleg fregn um heilsu

*) Björn M. Ólsen ritaöi ævisögu KonráSs í Tímarit
Bókm.-fél., XII.

**) SítSar var hann prestur aS StaS f Hrúta.firSi, þá
Prest-bakka, slíSan at5 Reykholti og loks í VatnsfirtSi (1872—83). —
Bréfið er 1 nr. 13 1 abr. I hrs. Bmf,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0198.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free