- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
7

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 7 —

um þeirra. Andfærin liggja oftast nær utan-á
búkn-um. í flestum þeirra eru garnagöngin ekkert nema
poki, endagarnarlaus, og þau, sem lægst eru í
dýra-röðinni, þykja vera sem eintómur hvopi (pulpa), er
þó getur hrært sig og fundið til.

3.

Frá þvi, hvernig beindýrunum er skipt i bålka.

Þó hér hafi verið stuttlega yfirfarið, má það samt
ráða af þessari lýsingu, að beindýrin séu hin æðsta
grein á dýralífsins mikla og margbrotna tré. *)
Bein-dýrunum má aftur skipta í fjóra ættbálka (classes);
eru það: 1. s p e n d ý r i n (mammalia), 2. fuglarnir
(aues), 3. skriðdýrin (reptilia) og 4. fiskarnir
(þisces). Hér verður ekki skýrt utan frá hinum
fyrst-nefnda ættbálki.

4.

Frä uppruna spendýranna og skyldugleika við önnur beindýr.

Spendýrin eru hin æðsta grein beindýranna. Þau
eru risin af ættstofni skriðdýranna og nálgast aftur
á tvo vegu fuglana og fiskana (flugmýs og hvalir),
þótt það sé fremur að hinu ytra sköpulagi en að
verulegum skyldugleik. Því má enginn låta það villa
sig, þó dýrfræðingarnir séu vanir að skipa
fuglun-um á milli spendýranna og skriðdýranna, og ætla
fyrir þá sök, að þeir séu sá liður, er tengi þessa tvo

*) Það er röng hugmynd, þótt hún sé býsna-almenn, að ímynda sér
■dýrin eins og beina röð eður keðju neðan frá hinni lægstu tegund og til
hinnar æðstu. Hitt er miklu réttlátara, að ímynda sér dýrarikið eins og eik
■eður hríslu meö miklum og margkvísluðum greinum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0219.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free