- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
55

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

- 55 —

öðrum dýrum, og á hvaða tröppu þeir standa í
dýraríkinu.

Þið vitið allir, að síðan Cuuier auðgaði
dýrafræð-ina með sínu orðlagða riti Régne animal, er öllum
dýrum skipt í 4 höfuð-greinir, sem ég vil kalla
hryggdýrin, hringdýrin, lindýrin og
ská-dýrin. Fyrsta greinin er líka sú æðsta; þar er
sköpu-lagið margbreyttast og mest vandað — ef ég má svo
að orði komast, — það er sú grein, sem næst er
manninum; náttúrunnar sköpunarafl leiðir þar fram
margbreyttar myndir, sem nálægjast meir og meir
algjörleikans takmark, þangað til maðurinn fæðist sem
fegursta blóm á þessari grein — að svo miklu leyti
maðurinn er dýr. Einn liðurinn af þessari grein eru
fuglarnir. En þessi dýraflokkur er svo frábrugðinn
öllum öðrum og hefir s\o mörg einkenni út af fyrir
sig, að bágt er að setja hann inn í röðina og segja
upp á víst, hv?r hann eigi heima, eða hvaða kyn
menn eigi að setja næst fyrir ofan eða næst fyrir
neðan fuglana. Það lítur reyndar út, eins og þeir liðir
í dýraröðinni, sem tengdu fuglana saman við önnur
dýr, séu nú ekki framar til, en hafi, eins og margt
ann ö, liðið undir lok og horfið með öllu aí jörðu á
undan voru tímabili í einhverri af þeim stórkostlegu
umbyliingum, sem orðið hafa á hnettinum; og
leif-arnar írá fornöld benda lika að nokkru leyti til þess.
Samt get ég ekki í þetta sinn fært ykkur sönnur á
mál mitt, nema ég víki of langt frá höfuð-efninu.

Hryggdýrin (animalia uertebratá) skiptast í 4
höfuðflokka: sp^ndýrin (mammalia), fuglana (aues),
skriðdýrin (reptilia) og fiskana (pisces). Af þessum
fjórum flokkum eru spendýrin fulikomnust; en þó

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0267.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free