- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
56

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 56 —

hjálpar ekki að setja fuglana aftur íyrir þau öll;
sköpulag og lííernishættir þeirra leyfa það ekki. Þeir
verða því fyrst um sinn að verá utan við, áveðurs
ferfættum spendýrum, þangað til dýrafræðingunumi
tekst betur að gjöra grein fyrir eðli þeirra og
sam-bandi við aðrar skepnur.

Allt, sem nokkuð töluvert greinir sköpulag
fugl-anna frá öðrum dýrum, kemur af því, hvernig þeim
er ætlað að hræra sig. Þeir eiga að fljúga, og eftir
því verður allri lögun þeirra að vera háttað. Það,.
sem fuglarnir mest eru frábrugðnir öðrum dýrum í,
og hver maður sér, sem lítur á þá, er sköpulagið á
framlimunum; á öðrum dýrum eru það hendur, fæt~
ur, hreifar, bægsli eða uggar, en á fuglunum eru
framlimirnir alstaðar orðnir að vængjum. Og hvað
hafa þeir nú fengið í handa eða framfóta stað?
Auð-sjáanlega nefið, og ættu þeir að geta haft gagn af
því, lá þeim á að geta verið fimir að snúa höfðinu.
Þess vegna er hálsinn svo íjarskalega langur og
lið-irnir í honum svo margir; og það, sem merkilegast
er, því er komið svo fyrir, a^ höfðinu verði snúið
allt í kring. Þið munið ef til vill, að á höfði á
skepn-um stand tveir hnúðar (condyli) niður í
banakringl-una, til að stöðva það á búknum, en á fuglunum eru
þeir orðnir að einu typpi, sem höfuðið snýr sér á
eins og það vill. Til að styðja vængina er allur
búk-urinn óbeygjanlegur, að kalla má; hryggurinn er
orð-inn að breiðum og sterkum beinflögum og
bringu-beinið langtum stærra en á öðrum skepnum. En til
hvers er þá kamburinn á því? Til þess, að
bringu-vöðvarnir sterku (kjötið á skipinu) hafi því meira
rúm að festa sig á. Þeim hlýtur að vera komið vel.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0268.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free