- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
67

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 67 —

V. Hegrakyn (ardea).

1 tegund: Gráhegri (ardea cinerea), kemur
hingað og þangað á landið haust og vor, enda i
Grímsey — en verpir hvergi, það ég veit.

VI. Selningakyn (tringa).

1. tegund: Lóuþræll (tringa alpina). Nafnið á
þessum fugli sýnir, að íslendingar eru ekki svo
eítir-tektalausir á náttúrunni. Því að vísu sér maður oft á
vorin lóu og lóuþræl saman, og heldur þá þrællinn
vörð og ræður flugi og hvílu, og er að öllu leyti
vegsögumaður heiðlóunnar, þangað til þau hafa fundið
lóu, sem vill eiga hana — þá halda hjónin saman úr
því, og þrællinn fer niður til strandar, þangað sem
honum þykir bezt að vera.

2. tegund: Selningur, fjallafæla (á sumrin;
tringa maritimo). Hann er kyr á íslandi árið um
kring og furðulega gæfur á vetrum; halda þeir hóp, og
sitja þá stundum þúsundum saman alstaðar
á’strönd-inni, þar sem nokkur er skelja-von, og verða þá að
sæta útfallinu til að leita sér matar; það er því ekki
sjaldgæft að sjá þá úti á skerjum í tunglsljósinu
að tína sér krækling, meðan aðrir fuglar sofa, og er
það lífshætta í brimi; því þó selningurinn sé fimur,
rota þær hann stundum, bárurnar, og gráir búkar
l’ggja 1 hrönninni; ég hef opt kennt í brjósti
um þann fugl. Á sumrum fara þeir á fjöll upp og
heiðar einir saman að verpa, og bera sig þá
hörmu-lega, ef komið er nærri hreiðrunum. Þá kalla menn
þá fjallafælur.

3. tegund: Rauðbrystingur (tringa cinerea s.
Islandica). Kemur á vorin um Maí-mánaðar-lok og er

5*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0279.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free