- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
172

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 172 —

Frumpr. i Fjölni, II., 2, bls. 3—14. — Cuvier dó 1832, eins og
hér segir i innganginum, en ekki 1831, eins og stendur i frumpr.;
fæðingardagur hans var 23. Ágúst, en ártíð 13. Mai. Hann hafði
ekki lokið við fiskafræði sina áður en hann dó, og var henni
lok-ið af öðrum manni, sem unnið hafði nokkuð að henni með
honum; I. bindi kom út i Paris 1828, og er þessi kafli á bls. 271—
85, í 2. bók. — Aðgreining hans á dýrunum í 4 höfuðgreinir
hefir ekki getað staðið allsendis óröskuð þau hundrað ár, sem
siðan eru liðin; höfuðgreinarnar eru orðnar meira en helmingi
fleiri, þvi að sumum þeirra fjögurra, er Cuvier nefndi svo,
hefir verið skipt, einkum liðdýrunum og skádýrunum. ■— Þessi
rit-gerð var gefin út á ný, ásamt tilsvarandi kafla úr bók Cuviers
á frummálinu, í Travaux zoologiques, bls. 44—63. — Bls. 87.
Fiskar þeir, sem nefndir eru blágóma og berhryggur í 5.—6. 1.
og nm., heita annars skötuselur (sbr. bls. 100) og hrökkáll.

Bls. 93—95. — SPURT UM FISKIVEIÐAR. — Prentað
hér eftir „Ljóðmæli og önnur rit", bls. 376—78, en þar eftir
uppskrift Páls Melsteds sagnfræðings af frumprentuðu eintaki
af þessum fyrirspurnum eða erindi, sem Jónas hefir sent
honum og ýmsum öðrum. Sú uppskrift Páls er nú í nr. 13 í abr. í
hrs. Bmf. Hefir hann ritað á hana: Skrifað í Júlí 1882 eftir
prentuðu, lausu blaði, er eg á frá dögum Jónasar. Blaðið
prent-að i Viðey, þvi þá var ekki prentsmiðja i Reykjavik. — Sbr. II.
b., bls. 138, 2. 1. — Viðaukinn á bls. 95 er eftir ehr. í nr. 27 í
4 bl. br. í hrs. Bmf., á kápu dagbókar nr. 2; að sjálfsögðu hefir
Jónas sent spurningablaðið ýmsum fleiri en þeim 12, sem þar
eru nefndir, sbr. II. b., bls. 110 og 126. — Sjá að öðru leyti bls.
CVIII, CXXIX og CXXXIII—IV.

Bls. 96—112. — ÍSLENZK DÝR. Þriðji floJckur: Fiskar
(pisces). — Sbr. bls. 3—17 og 40—53. Myndar þetta framhald
af þvi, sem bar er um islenzk spendýr og íslenzka fugla. Ehr. er
i nr. 27 i 4 bl. br. í hrs. Bmf. Er það allvandað handrit, ef til
vill hreinrituð uppskrift, með líkum frágangi og upphafið, sem
þar er, af fuglatalinu. Sennilega ætlað í íslandslýsing
Bók-menntafélagsins. — Aftan-við þetta hr. er stutt og óvandlega
rituð skrá um islenzka fiska; hún er með latínskum og
íslenzk-um nöfnum; er 2% bls. á smáörk. — Innan-á kápunni á
dag-bókinni frá byrjun ársins 1841, sem er einnig í nr. 27 í 4 bl. br.
í hrs. Bmf., er e. fr. stutt og óvandleg skrá yfir nokkra íslenzka
fiska, með latneskum og islenzkum nöfnum. Er ekki ástæða til
að birta þessar smáskrár hér. — A einni bls. i vasakverinu nr. 3
i 8 bl. br. í hrs. Bmf., sem fuglatalið o. fl. er í, er óvandlega
rit-að upphaf fiskatals, ehr., og er það á þessa leið: III. flokkur.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0384.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free