- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
173

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 173 —

Fiskar. A. Beinfiskar (pisces osteopterygii). I. stofn (divisio).
Mjúkuggar (malacopterygii). Með liðuðum uggaleggjum, og
flestum klofnum. I. grein (ordo). Kviðuggarnir sitja aftar en
eyruggarnir. 1. ætt (familia). Silungaættin (salmonacei). Fremri
bakugginn leggjaður, en hinn aftari lítill spikuggi. 1.
Silunga-kyn (salmo, Artedi). Lax (salmo salar, Linn.). — Er þetta
skrif-að skipulega, en ekki svo sem hér er prentað.

Það er ástæða til að gera samanburð á þessu fiskatali
Jonasar og hinu fullkomnasta islenzka fiskatali, sem gert hefir
veriö síðan, nefnilega i riti Bjarna Sæmundssonar, Fiskarnir, Rvik
1926. — Jónas skiptir íslenzkum fiskum í tvær deildir (ættbálka),
beinfiska og brjóstfiska, en Bj. Sæm. i 4 ættbálka, auk beinfiska
og brjóstfiska, sem eru 1. og 3. ættbálkur, telur hann gljáfiska,
styrjuætt, sem 2. ættbálk, og hringmunna, steinsuguætt, sem
4. ættbálk; Jónas telur þær ættir sem 1. og 4. ætt af 2. deild
(ættbálki), brjóskfiskunum. Hann skiptir beinfiskum i 2
ætt-stofna, broddugga og mjúkugga; hinum fyrri skiptir hann i 6
ættir, aborra, sæhana, makrílinga, bandfiska, sæúlfa og sædyfli,
en hinum síðari skiptir hann fyrst i 2 sveitir, kviðfætlinga og
kverkfætlinga; telur 3 ættir i hinni fyrri, geddur, silungaætt og
sildfiska, og 3 i hinni síðari, þorskaætt, flyðrur og skjaldfiska.
Brjóskfiskunum skiptir hann að eins i 4 ættir, styrjunga (þ. e.
styrjan), háskerðinga, skötur og totunga (þ. e. steinsugan). Bj.
Sæm. skiptir beinfiskunum i 4 undirættbálka, broddgeislunga,
liðgeislunga, fastkjálka og skúftálkna, og báðum hinum fyrri
skiptir hann e. fr. i 2 deildir hvorum, broddgeislungunum i
eigin-lega broddgeislunga og hálfbroddgeislunga, og liðgeislungunum
eftir því, hvort þeir eru með lokaðan eða opinn sundmaga;
brjóskfiskunum skiptir hann i 2 undirættbálka, háketti og
þver-munna, og1 hinum síðari þeirra i 2 deildir, háfiska og skötur.

Því næst skal tekin fyrir hver einstök ætt og kyn. — Bls.
96. „Aborrar". Bj. Sæm. telur þá ekki islenzka. — „Geirnefur
(sphyræna)"; sá fiskur mun ekki hafa hittzt hér við land.
Nafn-ið er villandi á þessum fiski, því að aðrir fiskar eiga það, sbr.
bls. 101. — Bls. 97. „Geirsili"; Bj. Sæm. telur tvær tegundir, af
þeim, litla og stóra geirsili (bls. 393—96), til 2. ættkvislar af
laxsildaætt, sem er 3. ætt 2. deildar 2. undirættbálks
beinfisk-anna. Jónas þekkir stóra geirsili, og það eintak, sem hann getur
um, mun vera hið sama og Bj. Sæm. segir, að fundizt hafi i nánd
við Reykjavik 1833 og verið sent til Kaupmannahafnar. —
„Sæ-hani"; Ben. Grönd. og Bj. Sæm. nefna hann urrara; telur Bj.
Sæm. þá tegund eina 8. ættkvisl af marhnútaættinni (bls. 115—
18), en hún er 2. ætt af eiginlegum broddgeislungum. — Mar-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0385.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free