- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
174

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 174 —

hnúturinn er 1. ættkvíslin, og telur Bj. Sæm. 2 tegundir af
honum (bls. 97—103). — Broddamúsin er 7. ættkvisl, ásamt annari
tegund, áttstrending (bls. 111—15); en karfinn 1. ættkvisl 1.
ættar; Bj. Sæm. kallar tegundirnar stóra og litla karfa (bls.
91—97). — Bls. 98. „Hornsíli" er 1. ættkvisl 6. ættar af sömu
deild, eiginlegum broddgeislungum; 7. ætt nefnir Bj. Sæm.
makrilaætt, en til þeirrar ættar telur hann þó ekki þá 3 fiska,.
sem Jónas telur hér til 3. ættar; broddabakur er af 6. ætt 2.
deildar broddgeislunga (bls. 206—8), brynstirtla af 1. ættkvisl
10. ættar 1. deildar, og eru ættirnar kenndar við þessa fiska
(bls. 148—49), en guðlax telur Bj. Sæm. af 2. ættkvisl 5. ættar
af 1. deild. — 13. 1. „Þorleifur Jonsson", sami, sem nefndur er
á bls. 97, neðst, og i III. b., bls. 126; hann var skipstjóri,
kaup-maður og bóndi á Bíldudal (oft kallaður og skrifaður Johnsen);
hann var stjúpi Arna Thorlaciusar i Stykkishólmi, átti Guðrúnu,
móður Árna, Oddsdóttur, ekkju Ólafs kaupmanns Thorlaciusar
á Bíldudal. — Orðatiltækin „heima á Islandi" (9. 1.) og „þar í
hafinu" (19. 1.), o. fl. orðatiltæki í þessu fiskatali, benda til, að
það sé samið erlendis, þ. e. i Danmörku. — „Fjórða ætt" er 1.
ætt 2. deildar broddgeislunganna. — Nafnið „vogmeri" er
af-bakað úr nafninu vogmær, eins og Bj. Sæm. tekur fram. —
„Val." (4. 1. a. n.), Achille Valenciennes (1794—1864), prófessor
i dýrafræði í París. — Bls. 99. „Sæúlfur"; svo nefnir Jónas
ætt-ina; Bj. Sæm. nefnir hana steinbitsætt, 2. ætt af 2. deild
broddgeislunga, en 1. ættkvisl þeirrar ættar nefnir Bj. Sæm. sæúlfa
og telur til þeirrar ættkvislar þær tegundir, sem Jónas telur hér
til III. kyns; til 2. ættkvislar telur Bj. Sæm. skerjasteinbit,
I-kyn, og til 3. ættkvislar hvessing, sem hann nefnir mjóna (sbr..
bls. 160—74). — Latnesku heitin eru önnur á þessum og fleiri
tegundum hjá Bj. Sæm. en hjá Jónasi. — Blágóma er sami
fisk-ur og nefndur var úlfsteinbitur. Jónas telur sig (einan) hafa
gefið honum latneska nafnið, sbr. einnig II. b., bls. 75, m. aths.,
þar sem hann skrifar um þetta eintak, sem hann kveðst hafa
fengið „sunnan frá Vogunum eða Njarðvikum"; hann fékk það
frá Höskuldarkoti hjá Ytri-Njarðvík, sbr. II. b., bls. 109, og
III. b., bls. 134, m. aths., og e. fr. bls. 115—16 hér. — Hann
hefir verið búinn að fá ranga lýsing af blágómunni og því ekki
trú-að, að þessi fiskur frá Höskuldarkoti væri blágóma, eins og
honum var þó sagt, en hann þóttist sjá, að þetta væri sami
fiskur-inn, og lýst hafði verið fyrir honum sem úlfsteinbit. —
Blá-kjaftan (motella Cimbria) er nefnd blágóma á Vestfjörðum og
kann það að hafa valdið nokkru um, þvi að Jónas virðist ekki
hafa þekkt hana (hér við land); hún er náskyld sæveslu, sem

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0386.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free