- Project Runeberg -  RIT eftir Jónas Hallgrímsson / V. Smágreinar Dýrafræðislegs efnis, Ævisa A o. fl. /
191

Author: Jónas Hallgrímsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— 191 —

ur, sem veittur hafði verið til útgáfunnar áður, veittu báðar
deildir sáttmálasjóðs nokkurn styrk til hennar aftur. Vann ég
að útgáfu 1. heftis III. bindis og undirbúningi 1. heftis IV.
bind-is það ár, en hið næsta að skýringum í III. bindi og útgáfu 1.
heftis hins IV., og keypti uppskriftir í það. Kom 1. hefti III.
bindis út 1933, um haustið, og næsta vor var hafin prentun 1.
heftis IV. bindis; henni var lokið um haustið og hafði ég samið
skýringar og athugasemdir um leið og prentað var. Veturinn
193Jí—35 var prentað 1. hefti V. bindis, texti Jónasar, en útgáfa
jbess heftis beið ævisögu hans, er skyldi vera í því jafnframt.
Að lokinni prentun alls texta, i öllum bindunum, tók ég saman
ævisöguna (i Febr. 1935 til Jan. 1936); var hún siðan prentuð
veturinn og vorið 1936 og kom út það ár. Var styrkur veittur af
„gjöf Jóns Sigurðssonar" til að búa undir prentun „eldritið" í

IV. bindi og semja skýringar og athugasemdir við það og til að
semja ævisöguna. Entist sá styrkur til þess, en þá var eftir að
hreinrita athugasemdir og skýringar við öll textahefti, búa þær
undir prentun. Varð því verki lokið um haustið. Veitti
Reykja-vikur-deild sáttmálasjóðs styrk til þess, og hafa nú siðari hefti
allra bindanna verið sett i þessum og siðastl. mánuði.

Vil ég nú votta þeim öllum þakklæti, sem hafa stutt að
þess-ari útgáfu, stjórn Bókmenntafélagsins, sem ákvað hana í fyrstu,.
og fjdrstyrk þess til undirbúnings henni, meðnefndarmönnum
minum, sem byrjuðu að vinna að henni með mér, stjórnum
beggja deilda sáttmálasjóðs, gjafar Jóns Sigurðssonar og
minn-ingarsjóða Eggerts Ólafssonar og Helga Jónssonar, sem veitt
hafa fé henni til framkvæmda, og stjórn Isafoldarprentsmiðju,.
sem hefir tekið útgáfuna að sér og leyst hana prýðisvel af hendi.
— Þá vil ég einnig þakka sem bezt þeim prófessorunum, dr. Al.
Jóhannessyni og dr. Sigurði Nordal, og e. fr. Halldóri fulltrúa
Jónassyni, fyrir aðstoð þeirra allra og leiðbeiningar við
próf-arkalesturinn; hefir dr. Alexander farið yfir 2. eða 3. próförk af
textanum í öllum bindunum, dr. Nordal sömuleiðis ævisöguna í

V. bindi og Halldór sömuleiðis yfir textann í I. og II. bindi.
Prófessor, dr. Halldóri Heirmannssyni og síðast, en ekki hvað sizt,
dr. Sigfúsi Blöndal votta ég einnig þakkir fyrir upplýsingar, er
þeir hafa veitt mér um nokkur einstök atriði, og þakklátur er ég
þeim, sem lánað hafa mér handrit til afnota við útgáfuna, stjórw

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 07:24:53 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/hjrit/5/0403.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free