- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / II. /
9

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

9

kaup saman, því öll sala, hjálp eöa lán, hvaö sem viö lá,
var kallaö »prang« og látiö varöa húöstrokum og þrælkun;
landsetar máttu ekki færa landsdrottnum vöru til afgjalds
eptir jörö sina út úr héraði, heldur uröu þeir aö selja þaö
kaupmanni þeim, sem þar var.«x Islendingum var
harö-bönnuö öll verzlun viö útlendinga og vöruskipti innanlands
og þö var þeim stundum nauöugur einn kostur aö verzla
viö aöra en Dani, þegar fá eöa engin skip komu til landsins
frá Danmörku eins og stundum bar viö t. d. 1644, 1659. 1665,
1667 og optar. Um áiiö 1659 segir i annálum: »þá kom
ekkert danskt skip til Islands, en hollenzkir komu þá mjög
margir allstaöar, nema í Norölendingafjöröung kom ei nema
eitt skip, fraktaö frá Hamborg®.2 Viö verzlunaröfrelsiö bættist
sunnanlands mannslánakvööin á skip konungs og kaupmanna,
svo bændur urðu aö hætta róðrum og láta skip sín fúna.
Slík meðferð hlaut að drepa niður alla atvinnuvegi og alla
framtakssemi, það var ekki til neitis að reyna að bjarga sér,
þegar útlendir kaupmenn réöu öllu og gátu farið ineð menn
eins og þræla. Opt bar það við að kaupmenn höföu svo lítið
skiprúm eða vantaði ilát, svo þeir hvorki vildu né gátu keypt
þær vörur, sem þeim buðust, stórir fjárrekstrar urðu að snúa
aptur úr kaupstöðunum, tölg og lýsi skemmdist, bændur uröu
aö flytja ullarpokana aptur heim til sín margar dagleiðir
o. s. frv. Nauðsynjavörur vantaði opt, stundum voru þær
skemrndar, en allt af var nóg af brennivíni og stuðluðu
kaup-menn mjög aö því að gera menn aö drykkjurútum, eitt ár
voru t. d. 730 tunnur af brennivíni íluttar til Gullbringusýslu.3

Það er ótrúlegt, aö menn skyldu geta þolaö slíka kúgun,
og því er ver og mióur að Islendingar gátu að nokkru leyti
kennt sjálfum sér um hvað illa fór, öll samtök vantaði og
smákritur og öfund spillti opt framkvæmdum og endurbótum,
einurðin var farin og þrælsóttinn kominn í staðinn. Það sem
einkennir 17. öldina er framar öðru vil og vonleysi, enginn

’) Ný félagsrit III. bls. 15.

2) Annálar Péturs á Ballará, hdrs J. S. nr. 235-4°.

3) 0. Stephensen: Oin den islandske Handels Förelse. Kjöbenhavn
1798. bls. 24.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:19 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/2/0021.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free